Börn og menning - 01.09.2007, Síða 35
Svona varð ég til
33
Pabbinn er mcð typpi og mamman cr með rifu.
eftir að bókin um Tuma og Möggu kom út
séu konur enn með „rifu". Ég las bókina
fyrir Iftinn vin minn og hann horfði á mig
stórum augum þegar kom að þessu orði
og spurði hvort mamma hans væri rifin.
Hvernig stendur á því að enn þann dag í
dag skuli það vera svo að litlar stúlkur þurfi
að alast upp við það að kynfæri þeirra séu
nafnlaus og skammarleg og að skásta orðið
sem hægt er að bjóða þeim upp á á prenti
sé rifa? Eða kannast einhver fullorðin kona
við það að tala um „rifuna" á sér þegar hún
tjáir sig um kynfæri sín? Ég verð reyndar að
viðurkenna að ég á ekkert orð sem gæti
komið í staðinn, sem sýnir kannski hver
staðan er á nafngiftum. Kynfæri kvenna
og þeldökkir Bandaríkjamenn eiga það
sameiginlegt að öll orð sem upp eru tekin
til að nefna hvort tveggja verða umsvifalaust
að skammaryrðum, þannig að þótt stöðugt
sé verið að finna upp ný orð eru þau
farin að hafa neikvæða merkingu innan
tíðar og því eru þessi fyrirbæri á stöðugum
flótta í tungumálinu og yfirleitt nafnlaus
á flóttanum. ( þessu samhengi má benda
á hóp sem sneri neikvæðri merkingu orðs
sér í hag en það eru hommar. Þeir héldu
áfram að nota orðið hommi um sjálfa sig,
þó að það hefði gjarnan verið notað sem
skammaryrði, og niðurstaðan varð sú að
skammaryrðið dó út en orðið „hommi" hélt
velli og varð þægilegt, sjálfsagt og eðlilegt
í málinu. Alíslenska orðið „píka" á kannski
sömu örlög skilin? Bók eins og Svona varð
ég til er einn besti vettvangur sem fyrirfinnst
til að koma einhverju nothæfu orði, píka
eða einhverju öðru, yfir kynfæri kvenna inn í
málvitund barna og foreldra og það er synd
að þýðandinn skuli ekki hafa gripið það
tækifæri.
Frábær bók
En þó að fyrrnefnd atriði hafi farið aðeins í
taugarnar á mér er bókin frábær. Hún svarar
algengum spurningum um þetta mikilvæga
mál á skemmtilegan og skilmerkilegan
hátt og skilur samt eftir pláss fyrir fullt af
spurningum sem börn og foreldrar geta notið
í sameiningu að velta fyrir sér. Myndirnar eru
líka eins og myndir í barnabókum gerast
bestar, því þær segja oft á tíðum sína
eigin sögu, stækka þannig viðfangsefnið
og vekja áhuga og spurningar sem ekki er
rúm fyrir í flæðí textans. Sögumaður opnar
svo á alveg nýja umræðu í lokin um mótun
einstaklingsins og alls kyns skemmtilega
heimspeki þar að lútandi.
Að lokum vil ég skora á alla foreldra stráka
og stelpna að koma sér upp orði í staðinn
fyrir „rifa" og nota það feimnislaust.
Höfundur er bókmenntafræðingur