Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 12

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 12
10 Börn og menning þegar Madditt varpar fram hugmyndinni um að „skreppa" að Lýsuhóli (124). Reyndar lét hún tilleiðast en efasemdirnar voru ekki ástæðulausar því ferðalagið reyndist bæði (51). ída var hæstánægð með það ævintýri. Þótt niðurstaða rannsóknarínnar væri að úr fánastönginni sæist ekki til Maríönnulundar hafði fda útsýni yfir alla Hlynskóga og það fannst henni alveg nógu skemmtilegt. Þótt Beta sé ekki alveg eins leiðitöm þarf sjaldnast miklar fortölur til að hún geri það sem Madditt dettur í hug - með margvíslegum afleiðingum. Hún er oftast jarðbundin og skynsöm (þótt einu sinni hafi það hent hana að troða baun upp í nefið á sér) en það kemur ekki í veg fyrir að hún fari t.d. að vilja Maddittar um að leika Móses í sefinu, sem leiðir næstum til þess að þær drukkna báðar í Hyldýpinu, eða fallist á fullyrðingar Maddittar um að þær verði enga stund að renna sér fótskriðu á ísilagðri ánni út að Lýsuhóli þótt raunin verði önnur og þær séu löngu orðnar dauðþreyttar og sársvangar þegar þær komast loksins á leiðarenda. Beta og ída eru samt ekki bara hlýðnar og meðfærilegar, þær eru margbrotnari persónur en svo. Beta hefur munninn alveg fyrir neðan nefið þegar sá gállinn er á henni og ída er ekki heldur mállaus. Blákaldur raunveruleiki Eitt mikilvægasta hlutverk litlusystranna ídu og Betu er hliðstætt við hlutverk barnsins í ævintýrinu um nýju fötin keisarans: þ.e. að hafa orð á því sem aðrir hugsa. Þær vekja máls á efasemdum um hegðun og hugmyndir systkina sinna og orð þeirra birta gjarnan hugmyndir annarra um viðurkennda hegðun. „Ætli mamma leyfi það" segir Beta hikandi lengra og erfiðara en Madditt hafði ímyndað sér. Og oft tekur Beta miklu sterkar til orða. Hvað eftir annað spyr hún í forundran hvort Madditt sé ekki með öllum mjalla. „Ertu galin, Madditt, ertu snargalin?" (46). Svipað má segja um (du því þótt hún taki mörgum hugmyndum Emils fagnandi er hún ekki alltaf viss um að Emil megi gera allt sem honum dettur í hug. „Er þaðalveg víst að þetta sé ekki skammarstrik?" spyr hún tíl dæmis þegar Emil hefur boðið gamalmennunum á fátækraheimilinu í jólaveislu (217). Auðvitað lenti Emil í smíðaskemmunni fyrir vikið þar sem hann tálgaði enn einn spýtukarlinn, alveg sama þótt skammarstrikið hafi Ifka verið eitt af helstu góðverkum hans. ída bendir líka á það sem hún sér og orðar það augljósa. Skýrasta dæmið um það birtist þegar Emil er með hausinn fastan í súpuskálinni: „„Sko, Emil er að gráta," sagði ída litla og bentí á tvö stór tár sem seytluðu niður undan skálarbrúninni og runnu hægt niður kinnarnará Emil." (19). Emil þverneitaði og hélt því fram að þetta væri kjötsúpa. Það er dæmigert fyrir Astrid Lindgren, og einn af mörgum kostum hennar sem rithöfundar, að skera ekki úr um það hvort þeirra hefur rétt fyrir sér heldur halda báðum möguleikunum opnum og leyfa þar með sérhverjum lesanda að komast að eigin niðurstöðu. Beta er ennþá afdráttarlausari en ída sem talsmaður hreins og ómengaðs raunveruleika. Greinilegast kemur þessi tilhneiging fram í frásögn af hringum sem Madditt og Beta fá eitt sinn að gjöf. Annar er með rauðum steini en hinn með bláum. Madditt gerist skáldleg og líkir rauða steininum sínum við blóðdropa en þegar hún spyr Betu eins og hvað steinninn hennar sé er svarið einfalt: „Eins og blár, segir Beta og það er auðvitað rétt." (66). Gagnkvæm þörf Mynstrið sem hér er lýst, þar sem eldra barnið er óþekktarormur en það yngra prúðara og jarðbundnara, má finna í fleiri bókum eftir Astrid Lindgren, stundum með svolitlum tilbrigðum. Til dæmis má segja að þótt Tommi og Anna séu ekki systkini Línu langsokks gegni þau sambærilegu hlutverki og ída og Beta, þ.e. að vera fulltrúar hins venjulega. Sams konar tengsl er einnig að finna í Bróður mi'num Ljónshjarta þar sem Jónatan sýnir djörfung, dug og umfram allt frumkvæði en litlibróðirinn Snúður fylgir á eftir. Sú bók er þó einnig til marks um aðra hlið á þessu systkinasambandi sem gæti verið undirliggjandi víðar, bæði í öðrum bókum og í huga lesendanna. Hún kemur skýrast fram f sögum þar sem samvistir við eldra systkiníð skortir.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.