Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 41

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 41
Viðtalið á ferðinni eins og svo oft áður. Við reyndum að ná til fólks sem kann að meta vandaðan og hugmyndaríkan texta og sæi í gegnum nýju fötin keisarans. Þegar upp var staðið vorum við alveg þokkalega sátt við söluna fyrir jólin 2005 og bókin hefur haldið áfram að seljast síðan. Þess vegna ákváðum við að halda áfram og gefa út næstu bók, Sólvæng, árið eftir." Naut Sólvængur forvera síns? „Við héldum að svo yrði og sumpart gekk það eftir. Fjölmiðlar hefðu mátt sýna meiri áhuga, flestir birtu ekki fréttatilkynningu um hana og enginn prentmiðlanna birti ritdóm. Bókmenntavefurinn (www. bokmenntir.is) birti reyndar umsögn og svo kom krakkadómur í Morgunblaðinu eftir áramót en hann hjálpaði litið við sölustarfið þótt jákvæður væri. Árum saman hef ég hlustað á barnabókahöfunda kvarta undan sinnuleysi fjölmiðla gagnvart barnabókum og þarna sá ég það svart á hvítu. Skólarnir, sem eru mikilvægur vettvangur fyrir innlenda höfunda, beita sér heldur ekki mikið í að kynna erlendar bækur fyrir krökkum og þýðendur eru ekki enn með í hinu stórgóða verkefni „Skáld í skólum". Þó hafa skólarnir verið duglegir að kaupa bækurnar á söfnin sín og einn skóli hefur notað Silfurvæng sem bekkjarbók, annar í þemaverkefni um leðurblökur." Sólvængur hreppti barnabóka- verðiaun Menntaráðs Reykjavíkur- borgar sem besta þýdda barnabókin. Hafði það mikið að segja fyrir bókina? „Öll verðlaun skipta máli vegna þess að í þeim felst viss handayfirlagning. Við seldum í kjölfarið nokkur hundruð eintök af bókinni auk þess sem Sllfurvængur fór að hreyfast meira. Það er hins vegar umhugsunarvert að þýðingarverðlaunanna var yfirleitt getið neðanmáls. Svo er að sjá sem íslenskt sé oftast tekið fram yfir alveg án tillits til innihalds." Nú fer stór hluti bóksölunnar fram í Bónus, eiga barnabækur greiða leið á söluborð fyrirtækisins? „Það skiptir miklu máli núorðið að bækurnar séu á boðstólum í verslunum Bónuss en minni forlög hafa ekki átt greiðan aðgang að þeim. Það vald sem innkaupastjóri fyrirtækisins hefur er sannarlega umhugsunarvert, því á smáum söluborðum Bónusverslananna fer um helmingur jólabókasölunnar fram. Þar grípur fólk bækurnar með klósettpappírnum og parketsápunni og úrvalið er mjög takmarkað. í bókabúðum er úrvalið miklu meira og þar verður maður var við að starfsfólkið les bækurnar. Þar af leiðandi er kúnnanum sinnt af meiri þekkingu og á því höfum við flotið." Kynna foreldrar og kennarar sér nýjar þýddar barnabækur? Hvernig er að fá fólk til að kaupa þýddar bækur fyrir eldri börn? „Það er hópur foreldra sem fylgist vel með og safnkennarar eru held ég vel með á nótunum, að minnsta kosti fékk ég mjög jákvæða svörun frá þeim, þeir fögnuðu því að fá bækur frá „nýju" landi og með svona óvenjulegri söguhetju, leðurblöku. Hins vegar held ég að aldurshópurinn sem bækurnar höfða mest til, svona frá 9 til 14 ára, sé erfiður markhópur. Bækurnar um Silfurvængina eru ómyndskreyttar sögubækur sem krefjast nokkurs úthalds og þegar hér er komið sögu er sennilega farið að kvarnast svolítið úr lesendahópnum. Ég óttast að margir krakkar taki aldrei almennilega stökkið úr barnabókum yfir í unglingabækur. Kannski láta þeir Harry Potter duga, ef þeir komast svo langt. Því er heldur ekki að leyna að það þykir ekki svalt að liggja í bókum nú til dags, að minnsta kosti ekki meðal stráka. Þeir láta það ekki spyrjast að þeir gefi hver öðrum bók í afmælisgjöf, sama hversu góð hún kann að vera. Það spilar líka inn í að mörg börn sjá aldrei foreldra sfna lesa bók. Vel gefið fólk er ekki lengur feimið við að segja að það lesi aldrei bók, eins og það hafi alveg farið framhjá því hversu unaðslega fjársjóði bókmenningin geymir." Höfundur er ritstjóri Barna og menningar

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.