Börn og menning - 01.09.2007, Síða 28
26
Börn og menning
Nú knýr fortíðin dyra hjá börnum þessa
lands í bókum sem fjalla um vikinga og
frummenn. Nýlega komu út þrjár bækur
sem fjalla um forfeður og formæður þó
mislangt aftur í timann. Hvað eiga þessar
bækur sameiginlegt? Þær sýna lesendum
að lífsbaráttan var erfið áður fyrr og menn
þurftu að vinna hörðum höndum til að
halda lífi í sér og sínum.
Líf og lifnaðarhættir
Skjaldborg hefur hafið útgáfu á nýlegum
þýddum barnabókum undir yfirskriftinni Líf
og lifnaðarhættir. Þar er Ijósi varpað á ýmis
tímabil í sögu mannkyns og efnið útskýrt i
máli og myndum. Nú eru komnar út tvær
bækur á íslensku, Vikingareftir Neil Grant og
Forsöguskeið eftir Neil Morris.
Vikingar er þýdd af Jóni R. Hjálmarssyni en
umsjón með íslensku útgáfunni hafði Örnólfur
Thorlacius. Bókin er í stóru broti og ríkulega
myndskreytt. Augljóslega liggur mikil vinna
að baki þessari bók og sjá má myndir af alls
kyns fornleifum, svo sem vopnum, beinum,
verkfærum og fleiru. Hvergi er mikið lesmál,
eiginlega skipta myndirnar öllu máli og texti
bókarinnar fylgir myndunum til skýringar.
Hlutverk bókarinnar er að fræða og því
hlutverki sinnir hún af stakri snilld. Það sem
vekur athygli eru svokallaðar flettiglærur,
fjórar að tölu. Þegar þeim er flett opinberast
ýmsir leyndardómar, svo sem hvernig var
umhorfs í húsi víkings sem bjó í Danmörku.
Á hægri hlið glærunnar er húsið sýnt lokað
en sé henni flett fær lesandi að sjá innviði og
fólk að störfum. Þetta er falleg og vönduð
bók.
Forsöguskeið er þýdd af Birni Jónssyni
en umsjón með íslensku útgáfunni hafði
Örnólfur Thorlacius. Bókin segir frá forsögu
mannkyns, frá því leiðir forfeðra manna og
mannapa skildu og þar til menn hófu að
skrá sögu sína. Hér hefur verið lögð mikil
vinna í heimildaöflun eins og í bókinni um
víkingana, myndir af hauskúpum frummanna
frá ýmsum tímum hjálpa til við að skýra
þróunina sem varð á milljónum ára. Fjórar
flettiglærur prýða þessa bók og varpa þær Ijósi
á húsbyggingar og fæðuöflun frummanna.
Bókin er kjörin til að sýna lesendum á öllum
aldri hvernig forfeður okkar lifðu á jörðinni
fyrir þúsundum ára. Stuttir textar til skýringar
við myndir af ýmsum hlutum og verum hjálpa
börnum að skynja þá lífsbaráttu sem menn
þurftu að heyja til að komast af.