Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 42

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 42
40 Börn og menning Björn Bjarnason í minningu Nonna Jón Sveinsson, Nonni, er einn þeirra íslendinga, sem ég hefði viljað hitta, því að allar frásagnir um hann eru þess eðlis, að þar hafi farið maður, sem skildi eftir sig góð áhrif og minningu. Nonnasafn Haraldur Hannesson, bókavörður í Seðlabanka íslands, sýndi minningu Nonna mikla ræktarsemi og í Landsbókasafni (slands- Háskólabókasafni er að finna einstaklega fallegt safn, Nonnasafn, sem Jesúítaregla Nonna gaf en Haraldur varðveitti og bjó um af einstakri smekkvísi. Haraldur átti þess kost á skólaárum sínum, að heyra séra Jón Sveinsson segja frá döprum endurminningum sínum, þegar hann skildi við móður sína og systkini 12 ára gamall og var sendur umkomulaus og snauður út í heim frá Akureyri. Haraldur lýsir stundinni á þennan veg: „Salurinn, þar sem hann talaði, var þéttskipaður áheyrendum sem biðu eftir því að þessi íslenski ævintýradrengur segði sögu sfna. Þegar hann hóf að rifja upp brottför sína að heiman og viðkvæmar kveðjustundir virtist svo sem áheyrendur yrðu fyrir nokkrum vonbrigðum. Svo fór og fyrir mér. En ekki leið á löngu áður en séra Jón næði slíkum tökum á áheyrendum sínum að undrun sætti. Frásögnin var svo trúverðug og innileg að enginn gat setið ónsortinn. Allir hlýddu á alvörugefnir svo að algjör þögn ríkti. Sjálfur var séra Jón svo fullkomlega á valdi endurminninga sinna að svo virtist sem hann vissi ekki af áheyrendunum sem hlustuðu á hann gagnteknir af þeim andlega sársauka sem eyfirski drengurinn hafði orðið að þola. Það var mikil lífsreynsla að horfa á þennan tígulega öldung vikna er hann hafði lokið frásögn sinni. Mér er óhætt að fullyrða að hér var engin væmni eða tilfinningasemi á ferðinni heldur sönn og mikilfengleg frásögn sem ekki verður skilgreind með orðum." Haraldur telur að séra Jón hafi flutt nær 5000 erindi á ferðum sínum um Evrópu. Víst er að hann skildi eftir sig spor og minningu, sem enn lifir meðal margra, þegar þess er minnst að 150 ár eru liðin frá fæðingu hans. Nonni á frönsku Fyrir nokkrum árum bað séra Jakob Rolland, kanslari katólsku kirkjunnar á íslandi, mig um að rita formála að franskri þýðingu á fyrstu bókinni Nonni, sem séra Jón skrifaði og kom út 1913, þegar Nonni var 56 ára gamall. Hann skrifaði á þýsku en bækurnar voru þýddar á íslensku, sú fyrsta 1922. Gabriel Rolland þýddi Nonna á frönsku og kom bókin út 2001. Hlutdeild mín að útgáfu Nonna á frönsku hefur enn fært mér heim sanninn um, að séra Jón er enn mikils metinn af mörgum í Frakklandi og Þýskalandi. Ég fékk til dæmis bréf frá Friederiku Priemer í Köln, sem nýlega tók að safna bókum séra Jóns og hafði lesið formálsorð mín sér til ánægju og segist hafa gengið í Þýsk-íslenska félagið í Köln í því skyni að hvetja til hátíðarhalda hinn 16. nóvember

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.