Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 44

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 44
42 Börn og menning Vetrarstarf IBBY hafið Eins og sjá má á eftirfarandi er vetrarstarf IBBY á (slandi komið á fulla ferð. Fyrsti stjórnarfundurinn var haldinn í byrjun september en þá gekk Anna Árnadóttir kennari í Hamraskóla til liðs við stjórnina í stað Sigríðar Matthíasdóttur sem lét af störfum í vor. Um leið og Sigríði eru þökkuð vel unnin störf á liðnurm árum bjóðum við Önnu hjartanlega velkomna í hópinn. Verkaskipting innan stjórnarinnar er með eftirfarandi hætti: Guðlaug Richterformaður, Þorbjörg Karlsdóttir varaformaður, Sólveig Ebba Ólafsdóttir gjaldkeri, Anna Árnadóttir ritari, Anna Heiða Pálsdóttir vefstjóri og Iðunn Steinsdóttir fulltrúi í norrænu samstarfi. Auk Þórdísar Gísladóttur ritstjóra sitja Brynja BaldursdóttirogOddnýS. Jónsdóttirí ritnefnd. Á fyrsta stjórnarfundinum var gengið frá tilnefningum á Heiðurslista IBBY sem verður til sýnis á heimsþingi IBBY í Kaupmannahöfn 2008. Eftirfarandi höfundar voru tilnefndir: Sigrún Eldjárn fyrir Steinhjartað, Sólveig Halla Þorgeirsdóttir fyrir myndir í Rissa vill ekki fljúga og Rúnar Helgi Vignisson fyrir þýðingu sína á Silfurvæng eftir Kenneth Oppel. Sigrún fékk Sögustein Sögusteinn, barnabókaverðlaun IBBY og Glitnis, voru veitt í fyrsta sinn á alþjóðlegum degi barnabókarinnar, 2. apríl sl. Það var Sigrún Eldjárn sem hlaut verðlaunin, 500.000 kr., ásamt fallegum verðlaunagrip sem hannaður var af Önnu Þóru Árnadóttur. Verðlaunin voru afhent af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra að viðstöddu fjölmenni. Stjórn IBBY skipaði sérstaka þriggja manna nefnd til að velja verðlaunahafann en hana sátu Anna Heiða Pálsdóttir, bókmenntafræðingur, Ármann Jakobsson, bókmenntafræðingur og Ragna Sigurðardóttir, myndlistarkona og rithöfundur. ( greinargerð valnefndarinnar segir meðal annars: „Framlag Sigrúnar til íslenskra barnabókmennta liggur jafnt í hennar eigin textum og myndlýsingum við þá, sem og myndlýsingum við texta annarra höfunda. Bækur hennar, sem nálgast bráðum fjórða tuginn, um brjálaða vísindamenn, geimeðluegg og geðilla kirkjuverði, skilja eftir sig lifandi myndir sem börn kalla auðveldlega fram í huganum og börnin vísa jafnvel til Tímóteusar, Teits og geimeðla sem raunverulegra persóna og fyrirbæra. Sigrúnu hefur tekist vel að tengja íslenskar þjóðsögur og ævintýri við sígilda, alþjóðlega sagnagerð og jafnvel vísindafantasíur og hrollvekjur. Hún hefur aldrei óttast að leita þangað sem aðrir ekki þora, í leit að nýjum landamærum og kynnt til sögunnar fyrirbrigði sem eiga sér ekki augljósa rót ( raunveruleikanum. Þó hafa hlutirnir einhvern veginn þróast þannig að raunveruleikinn nálgast smám saman hugmyndir Sigrúnar, á skjön við það sem almennt þekkist. Sigrún Eldjárn er fyndin og frumleg og nær sambandi við hugarheim barna án milligöngu skiptiborðs þar sem fullorðnir sitja við stjórnvölinn. Samt eru foreldrar og aðrir uppalendur hugfangnir af verkum Sigrúnar, því í þeim felst hrifning, hugarflug, húmor, kjarkurog frumleiki. Börnin í verkum hennar búa yfir hugrekki og sjálfstæðum skoðunum, þau taka ákvarðanir og axla ábyrgð án þess að glata barninu í sér. Af þessum ástæðum, ásamt mörgum fleiri, teljum við Sigrúnu Eldjárn verðugan viðtakanda heiðursverðlauna IBBY á íslandi og vonum að þau verði henni hvatning til fleiri tilrauna og stærri verka í þágu íslenskra barnabókmennta." Bókadagatal IBBY 2008 Það hefur vonandi ekki fariðframhjáviðtakendum blaðsins að því fylgir B-óteadagatnt IBBY Sigrún Eldjárn

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.