Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 8

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 8
6 Börn og menning en sér einungis íslendinga sem virðast jafn „hversdagslegir og afmælisbörn vikunnar í Vecko-journalen." (Kata í Ameríku: 17). Hún er hrifin af flestu sem hún sér i Ameríku, einkum því hversu glaðlegir og vingjarnlegir Ameríkanar eru. Frænka hennar sér hins vegar fátt áhugavert og það eina sem gleður hana er þegar hún og Kata lenda í óvæntri vist hjá hr. og frú Bates sem eru í sárri neyð, vantar hjálparhellur á heimilið og eru einmitt sólgin í sænskar kjötbollur. Þetta verkefni gleður mjög frænku sem er hreint ekki eins hrífin af nýja heiminum og Kata: „Nærri lá að halda að frænka hefði flogið yfir Atlantshafið til þess eins að hafa ánægjuna af því að búa til kjötbollur, allt annað sem við höfðum aðhafst í Ameríku, var algjörlega einskis vert." (Kata í Ameríku: 33). í Kötu í Ameríku kemur þó fram að Kata er ekki gagnrýnislaus ung kona. Þegar hún heimsækir Suðurríkin og New Orleans og kynnist misréttinu sem svartir eru beittir þar verður hún reið og rífst við hvítan ferðafélaga sinn um málið. Á endanum fer Kata og heimsækir svertingjahverfi og gengur þar um allt og verður æ reiðari yfir ranglætinu og kynþáttahatrinu: Ég gekk um aumustu svertingjahverfin þar til ég fékk hælsæri. Það var sárt. En ég fann til meiri sársauka í hjartanu. Það virtist réttlátt að ég fengi að minnsta kosta svolítið hælsæri. Ég gekk og gekk og tuldraði allan tímann litlar, heitar bölbænir. Bölbænir yfir mínum eigin kynþætti (Kata í Ameríku: 102). Þessi alvarlegi undirtónn er fátíður í Kötu- bókunum; yfirleitt er Kata hrifin af öllu því sem fyrir augu ber. En aðskilnaður svartra og hvítra hefur brunnið á Lindgren og kaflinn sker sig frá öðrum fyrir djúpa reiði yfír ranglætinu. ítalir og Frakkar sleppa betur þó að Kata og Eva ráðist reyndar að ítölskum dreng með allt of mörg hænsn í búri og skammi hann fyrir illa meðferð á dýrum. í tveimur seinni bókunum er áherslan á ólíka menningu og sögu hvers lands orðin mjög rík og Kata fer til Ítalíu vopnuð Guðdómlegum gleðileik Dantes, búin að kynna sér helstu hetjurendurreisnarinnar út í hörgul. Hún og Eva, tæplega tvítugar skrifstofu- stúlkur frá Stokkhólmi, minna reyndar fremur á miðaldra bókmenntafræðiprófessora þegar þær ferðast um Ítalíu og Kata grætur að hafa kynnst Lennarti Sundman og þurft um leið að sjá á eftir honum. Eva telur að þetta sé nú varla raunveruleg ást, aðeins stundarbrjálæði sem fylgi Feneyjum og nefnir að Wagner, Musset og Byron lávarður hafi allir setið þarna og emjað af ástarsorg. Slíkar menningarlegar tilvísanir eru aldrei langt undan og sama má segja um kímnina: sína en Lindgren virðist hafa haft takmarkað gagn af slíkum handbókum og gerir mikið grín að gagnsleysi þeirra. í ferð Kötu j til Ameríku kemur t.d. fram að hún hafi aðeins munað eina einustu setningu úr enskunámsbókinni sinni: „Can you tell me the nearest way to the Scandinavian bank?" (Kata í Ameriku: 16). í sömu bók kemur þó fram að í raun séu sjö frasar nóg f Ameríku: Good morning, ham and egg, I love you, good night, baseball, popcorn og coca-cola. Þetta tungumálagrín heldur áfram í Ítalíuferðinni þar sem Kata og Eva leggjast í ítalskar frasabækur: Loks varð Eva reið. — Wagner, Musset, Byron og þú, sagði hún. — Þegar Wagner var hér í Feneyjum og var ástfanginn, ritaði hann „Tristan og Isoldu". Mussetsamdi nokkur dásamleg sorgarkvæði um ástarharm sinn og Byron skrifaði Don Juan. En þú, hvað gerir þú? Volar og spýtir vínberjakjörnum í hárið á mér (.Kata i Ítalíu: 73). Menningarlegar tilvísanir f allar áttir minna lesandann á að sögurnar eru fræðandi, rétt eins og ferðahandbækur eiga að vera. í Kötu í París birtast persónur eins og Anatole France, Madame de Sévigné og Frangois Villon í huga Kötu sem er ekki síður uppnumin þar en annars staðar. En þessar ferðahandbækur eru ekki aðeins menningarlegar; Kata og Eva fara einnig í umfangsmiklar verslunarferðir á reisum sínum til Ítalíu og Parísar, á Ítalíu kaupa þær silki og knipplinga eins og vera ber en í París eru það hattar og hátíska sem eiga hug þeirra allan. Leiðarminni eru svo frasabækur sem ferðamenn stinga gjarnan með í tösku Mi arricci i baffi — snúið upp á yfirskeggið, sagði Eva. — Ágætt, sagði ég. — Það er ekki hægt að ferðast til Ítalíu án þess að þekkja svona lítið en einkennilegt orðatiltæki (Kata i ítaliu: 33). Stundum vakna frasarnir í frasabókunum til lífsins, þegar Kata og Eva spinna heilu skáldsögurnar út frá stökum setningum. Og stundum rennur veruleiki talæfingabókanna saman við hversdagslífið í Kapteinsgötu á hinn skrautlegasta hátt — hafi Astrid Lindgren verið lítið gefin fyrir frasabækur fær hún svo sannarlega útrás í Kötubókunum öllum þremur: — „Dyravörðurinn okkar hefur fundið fallegt barn í garðinum okkar," gall í Evu. Ég hrökk við af undrun, því ég hafði ekki heyrt neitt um það. — Hvað segirðu? hrópaði ég. — Hvenær? Var það nýfætt? — Það stendur ekkert um það, svaraði Eva niðurbeygð. — Stílæfingar fyrir byrjendur skilgreina það ekki nánar.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.