Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 25

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 25
Spássíukrot við sagnaarfinn 23 hér að gerast, hvað það þýðí fyrir framvindu sögunnar og í hvaða samhengi það sé við fortíð sögupersónanna: „Þau töluðu lengi saman og Gunnar vildi strax biðja hennar. Vinir Gunnars vöruðu hann við henni því fyrri hjónabönd hennar höfðu endað illa. Fóstri hennar hafði vegið báða eiginmennina og sögðu sumir að Hallgerður hefði verið með í ráðum í fyrra skiptið. Gunnar lét þó ekki segjast, heldur kvæntist henni og hélt mikla brúðkaupsveislu. Slæmir spádómar höfðu reyndar fylgt Hallgerði frá æsku. Eitt sinn þegar hún var lítil var hún að leika sér á gólfinu hjá föður sínum. Þá sagði frændi hennar að hún hefði þjófsaugu. Pabbi hennar varð mjög reiður því enginn vildi hafa þjóf í ætt sinni. Seinna átti ýmislegt eftir að gerast sem minnti á þessi orð."* 1 Skýringar sem þessar réttlæta fyllilega styttingar höfundar og heildarsagan kemst ágætlega til skila. Auðvitað verður eitthvað að hverfa þegar langar sögur eru styttar svona rækilega; til dæmis er öllum vfsum úr sögunum sleppt utan „Það mælti mín móðir..." í Eglu en í staðinn er einungis sagt frá að vísur hafi verið kveðnar, eins og þegar Skarphéðinn kveður í brennunni. Kannski er ólíklegt að börnin muni sakna dróttkvæðanna en ýmislegt annað verður útundan sem missir er að, eins og broslegt samspil þeirra Otkels og Skammkels sem veldur því að deilur Gunnars og Otkels stigmagnast. í Njálu kemur Skammkell fyrst við sögu í bardaganum við Rangá, og er þá kynntur skyndilega sem mikill vinur Otkels. Máttur spássíunnar Það er sjaldséð betri nýting á spássíum en í þessum bókum Brynhildar. Á hverri einustu spássíu eru ýmiss konar útskýringar, orðskýringa er oft þörf þegar erfið orð koma fyrir í sögunni og lýsingar á staðháttum hjálpa til við að draga upp lifandi mynd af heimi miðalda. Eins er sérlega skemmtilegt, ekki síður fyrir fullorðna, hvernig Brynhildur tengir saman fortíð og nútíð í hinum og þessum fyrirbærum: þegar Ólafur pá fer til Mýrkjartans írakonungs og sýnir honum gripi þá sem Melkorka hafði sent hann með til að sanna ætterni sitt, segir á spássíunni að gripirnir þjóni sama tilgangi og DNA-próf myndi gera í dag, njósnurum Ólafs konungs Tryggvasonar er líkt við James Bond þar sem dulúðugt fés Pierce Brosnans skreytir spássíuna og Þórhalla málga er kennd við Séð og heyrt: „í íslendingasögunum kjafta svona konur oft frá mikilvægum tíðindum"2 Segja má að í spássíukroti Brynhildar felist þannig viss þungamiðja bókaflokksins. Þar stígur höfundur út úr sögunni sem tengiliður þvers og kruss við miðaldamenningu, fornminjar, tungumálið eða hvað eina sem lesandann snertir. Þessi miðlun sagnaarfsins gerir lesandanum kleift að sjá sögurnar í samhengi sem er öðruvísi og að ýmsu leyti aðgengilegra en fyrri lesendur íslendingasagnanna hafa notið. Ég trúi því að það verði alltaf til krakkar, hvort sem þeir eru með þykk gleraugu eða ekki, sem hafa áhuga á að kynnast (slendingasögunum og nú hafa bækur Brynhildar gert leiðina greiða að þremur þeirra. Vonandi er hún rétt að byrja. Höfundur er bókmenntafræðingur 1 Brynhildur Þórarinsdóttír. Njála. 2002. Mál og menning, Reykjavík. Bls.11. 2 Brynhildur Þórarinsdóttir. Laxdæla. 2006. Mál og menning/Edda útgáfa hf, Reykjavík. Bls.48.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.