Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 38

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 38
Börn og menning Þórdís Gísladóttir Leyst frá skjóðunni Skilaboðaskjóðan í Þjóðleikhúsinu Ævintýrið Skilaboðaskjóðan kom út fyrir tæpum tuttugu árum og hlaut höfundurinn Þorvaldur Þorsteinsson, sem bæði samdi söguna og myndskreytti, viðurkenningu IBBY fyrir bókina árið 1986. Nokkrum árum siðar skrifaði Þorvaldur leikgerð af verkinu og var Skilaboðaskjóðan sett upp í Þjóðleikshúsinu, i leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur, veturinn 1993-1994. Sú sýning er afar eftirminnileg, fékk afburða góða dóma og diskur með tónlistinni, sem gefin var út á sama tíma, er margspilaður á mörgum heimilum og löngu uppseldur. Nú hefur Þjóðieikhúsið sett upp Skilaboðaskjóðuna á ný, enda ný kynslóð barna og foreldra komin til sögunnar. Sem fyrr er vandað til verka og fáa galla að finna á þessari sýningu sem Gunnar Helgason leikstýrir. Vel skrifað leikrit Texti Skilaboðaskjóðunnar er í algjörum hágæðaflokki enda er Þorvaldur Þorsteinsson afskaplega vel skrifandi höfundur. Ýmiss konar orðasprell og tvíræðni skemmta áhorfendum, ekki síður fullorðnum en börnum, sem skilja líklega ekki alla útúrsnúningana. En þetta er einmitt einn af góðum kostum verksins og gerir það að því sem oft er kallað „foreldravænt", börnum finnst líka alltaf miklu skemmtilegra að horfa og hlusta á það sem foreldrar þeirra skemmta sér yfir með þeim. í Ævintýraskóginum Sagan gerist í Ævintýraskóginum þar sem gleymni skógardvergurinn Dreitill flytur skilaboð milli íbúanna. Sér til hjálpar hefur hann skilaboðaskjóðuna sem Skemill uppfinningadvergur hefur fundið upp. ( skjóðuna er hægt að tala og geyma síðan það sem sagt var þar til næst þegar leyst er frá skjóðunni. Þessi hugmynd er auðvitað frábær og skjóðan í sýningunni er gripur sem þenst sundur og saman og verður síðan til þess að ævintýrið endar farsællega. Gott og illt Líkt og í öllum bestu ævintýrunum takast á góð öfl og ill í Skilaboðaskjóðunni og auðvitað sigrar hið góða að lokum. Aðalpersónurnar eru Putti litli, forvitinn og hress strákur, og mamma hans, hin elskulega og hugrakka Maddamamma saumakona. Þau búa í litlu húsi í Ævintýraskóginum. Vinir þeirra, dvergarnir fimm, búa á næstu grösum. Þekktar persónur ævintýra eru á sveimi um skóginn. Illa Nátttröllið, sem býr í Tröllafjalli þrammar um á nóttunni og tekur Putta litla til fanga, vonda og fáfengilega stjúpan og nornin með vörtu á nefinu og kúst, læðast líka um sviðið. Úlfurinn og Rauðhetta, með körfuna, eru á sínum

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.