Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 23

Börn og menning - 01.09.2007, Blaðsíða 23
Dýrmætar lestrarstundir Nú er Svanhildur orðin svo dugleg að lesa að við höfum kvöldstundirnar þannig að við skiptumst á við lesturinn. Um þessar mundir lesum við ævintýri H.C. Andersens. Þar eru ákveðnar sögur mjög vinsælar og vinsælust er ævintýrið um Eldfærin. Það er alltaf gott að hafa í huga hver boðskapur bókarinnar er áður en hún er lesin og gera sér ( hugarlund hvernig barnið manns muni upplifa bókina. Það má segja að við veljum okkur þemu út frá ákveðnum bókum. Má þar nefna bækur þar sem ýtt er undir draugahræðslu, myrkfælni, útlitsdýrkun, átök o.s.frv. Einnig reynum við að hafa í huga hvernig málfarið er á þeim bókum sem við notum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um gagnsemi þess að lesa fyrir börn. Það sem er í raun ómetanlegt er samveran og sá grunnur að eðlilegum og góðum samskiptum barna og foreldra sem lagður er með þessum lestri. Þetta eru mér dýrmætar stundir og ég er afar þakklátur fyrir þær. Höfundur er skólameistari

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.