Studia Islandica - 01.07.1982, Blaðsíða 14
12
og rótleysi: Ef Guð var dauður og helgidómar ekki annað
en hleypidómar einfeldninga þá burtkallaðist mannkindin
jafn skilningsvana og hún kom inn í þennan heim. Þá var
enginn æðri tilgangur til, engin svör hugsanleg. Tilvist
mannsins var gagnslaus og óréttlætanleg. Lífið missti gildi
sitt, ekkert mark var til að stefna að, engin æðri verðmæti
til að sækjast eftir. Manneskjan var yfirgefin í óreiðu og
merkingarleysi.
Islenskir rithöfundar brugðust einkum á tvenns konar
hátt við hinum nýja lífsvanda. Skáld á borð við Davíð Stef-
ánsson leituðu lausnar í lífsdýrkun og nautnahyggju. Þau
vildu þurrausa augnablikið, lifa lífinu lifandi „hér“ og
„nú“: gleðjumst í dag því við deyjum á morgun! Aðrir
höfundar, s. s. Jóhann Sigurjónsson og Gunnar Gunnarsson,
gátu ekki létt sér byrðamar með þessu móti. Verk þeirra
em þmngin feigð og bölmóði sem bera allt annað ofurliði.
Gunnar Gunnarsson skrifar fyrstur Islendinga heim-
spekilegar skáldsögur. I verkum hans er falin glóð sem
best verður lýst með orðum hans sjálfs í eftirmála að Land-
námuútgáfu Strandarinnar:
En hvort heldur ég vakti eða svaf, las eða skrifaði, þagði í einveru
næturinnar eða þuldi í vinahópi, gnó mér í brjósti kvöl og þrá: kvöl
hins út rekna úr aldingarði friðar og trúnaðartrausts, þrá vitsmuna-
verunnar eftir víðtækara skilningi en mannskepnunni að öllum jafnaði
er tiltækur.2
Margt varð til að efla tilfinningu Gunnars fyrir ógæfu
lífsins. Einkum þrennt: djúpstæð bernskureynsla, sem fylgdi
honum alla tíð, auk frámtmalega erfiðrar lífsbaráttu í fram-
andi landi; vargöld í heimi; menningarsögulegt ástand.
Ræturnar voru með öðmm orðum sálfræðilegar, félagslegar
og heimspekilegar.
Þegar verk Gunnars á árabilinu 1912—20 eru skoðuð í
heild sinni kemur í ljós að sviptingar eru miklar á milli
samræmis og upplausnar, eindar og klofnings. Skynjun
Gunnars sveiflast á milli jafnvægis og jafnvægisleysis, ljóss
og myrkurs, engildóms og djöfulskapar. Von og örvilnan