Studia Islandica - 01.07.1982, Page 16
14
Heimsstyrjöldin gat af sér djúpstæðar breytingar í menn-
ingarlífi Evrópu. Hún leiddi í ljós fánýti vísindanna og af-
sannaði trú 19. aldar á óslitna framfarabraut þjóðanna. Til-
finning fólks fyrir ósamræmi og rökleysi tilverimnar jókst
samtímis því sem fáránlegar hörmungar stríðsáranna sýndu
berar en nokkru sinni fyrr umkomuleysi einstaklingsins í
veröldinni. Hvorki siðalögmál né trúarsetningar gátu hjálp-
að honum að sjá vitrænan tilgang í vitfirringunni, að
finna merkingu í ósköpunum. Valkestirnir kipptu stoðum
undan trúnni á algóðan Guð; tilgangshyggjan stóðst ekki
prófraun veruleikans. Afleiðing þessa varð upplausn á flest-
um sviðum. Alls kyns „framúrstefnur“ blómstruðu og höfðu
mikil áhrif; afneitunin varð þungamiðja í bókmenntum og
heimspeki. Gunnar Gunnarsson hefur í viðtali sagt um
þennan tíma:
Sá heimur, sem var fyrir fyrra heimsstríð, má heita gleymdur og
það veit enginn nema sá sem reynt hefur, hversu gjörólíkt viðhorfið
var fyrir og eftir 1914.6
Sigurður Nordal var sömu skoðunar og Gunnar. Hann taldi
að tuttugasta öldin hefði í raun ekki hafist fyrr en sumarið
1914.7
Áhrif styrjaldarinnar á bókmenntir álfunnar komu m. a.
fram í vaxandi veldi ýmiss konar tilvistarhugmynda og
tómhyggju. Tilfinning manna fyrir takmörkun mannvistar-
innar, fallvelti hennar og endanleik, jókst svo jaðraði við
lömun og uppgjöf: Hvaða þýðingu hafa hugsun og fram-
kvæmd í heimi sem vígður er ofbeldi og tilgangslausri tor-
tímingu? Sögumaðurinn í Fjallkirkjunni, Uggi Greipsson,
lýsir ágætlega þeirri uppgjafarkennd sem greip um sig á
þesstun tíma:
... Inderst inde tvivler jeg endogsaa om, at jeg nogensinde mere vil
kunne skrive en Linje ... Hvad der sker ude i Verden omkring mig er
saa ondt og meningslnst, at jeg ikke kan skimte noget fast Grundlag
for Liv og Arbejde.8
Ekki þarf lengi að skoða fyrstu skáldverk Gunnars Gunn-
arssonar til að sjá spor styrjaldarinnar. Sögu Borgarœttar-