Studia Islandica - 01.07.1982, Page 24
22
/.. ./ sligaður undir byrði mannlegrar samsektar reyndi að hrista af
sér ábyrgðina með því að skella skuldinni á „guð“ /-•/. Eigi að síður
taldi ég mig þess umkominn að kalla fyrir skáldlegan næturdómstól
mannkynið í heild og guð alméttugan í ofanálag.24
Gunnar lætur Guð sæta siðferðilegri ábyrgð - og deyðir
hann með því í hjarta sínu.25
Verk Gunnars á tímaskeiðinu 1915—20 eru flest skrifuð
í tákni uppreisnar. Höfundur sættir sig ekki við mannleg
kjör og hefðbundnar skýringar á þeim. „Hjarta hans er of
stórt fyrir heiminn.“ Hann vílar ekki fyrir sér að varpa
hanska framan í máttarvöld himins og jarðar, og krefja
„móður“ náttúru um réttlæti og sanngimi. Hann heimtar
mönnum rétt sem þeim ber að hans dómi. Eftirfarandi orð
Ugga í Fjallkirkjunni varpa skæru ljósi á þennan hugsun-
arhátt:
Hvad er Storhed? Gives der anden end den, at ville det umulige?
Hvem er i Folkets enkle Opfattelse storst efter Gud? Dog ubetvivlelig
Fanden! Ja, hvem er storst - Gud eller Fanden? Den fromme Fortid
eller den oprorske Fremtid!26
Gunnar gerir sér gjörla grein fyrir fáránleika þess að
heimta hið ómögulega, að vilja snúa fljótsstrauminmn upp
í móti. Hann veit að uppreisn hans er út i hött, að braut
hans er óvinnandi vegur. En hann getur ekki annað. Hann
getur ekki lifað vonarsnauðu lífi í heimi sem ekki fullnægir
tilfinningalegum og vitsmunalegum þörfum hans. Því er
leit hans upp á líf eða dauða. Honum er nauðugur einn
kostur að reka djöfla örvæntingarinnar af höndum sér og
afvopna andstæðinginn — lífið sjálft - til að geta haldið lífi.
1 viðtali við danskt blað árið 1932 sagði Gunnar:
Men alligevel . . . naar det gælder Selvmord, er der forfærdelig
langt fra Tanke til Handling. I hvert Fald er jeg aldrig kommet læn
gere end til at se paa Vandet . . . Der er jo ogsaa det, at hvor sort og
haablost det hele end ser ud, bevarer man dog geme et lille bitte Haab
om, at det engang vil lysne. Farst naar man er kommet saa langt ned.
at man ikke engang kan haabe, og man altsaa med andre Ord har mistet
hele Livsinstinktet, saa kan man sikkert begaa Selvmord uden sterrre
Overvindelse . . .2T