Studia Islandica - 01.07.1982, Page 63
61
Men det er kun en Indbildning, at der findes en saadan Gud. /------/
Livet er kun en Strand, vi alle skylles op paa, og lider Skibbrud paa -
hver paa sin Vis. Livet leger med os, som den lumske Balge, - smiler
mod os, blot for at gore Faldet, Fortvivlelsen endnu storre. Vi er alle
blot Strandvaskere . . . Strandvaskere - paa - Livets - Strand . . . (302)
Lífið er ekki annað en strönd sem mannkynið brýtur skip
sin á. Mennirnir eru sjórekin lík á þessari strönd. Lífið og
tortímingin eru eitt. Sú er niðurstaðan af lífssögu séra
Sturlu Steinssonar.
II. 6. Um engildóm og djöfulskap
1 Ströndinni er að finna litríkt safn persóna auk séra
Sturlu. Hlutverk þeirra er einkum tvíþætt. 1 fyrsta lagi er
þeim ætlað að varpa ljósi á skapgerð og lífsskoðun séra
Sturlu. Eigindir hans eru skýrðar með hliðstæðum og and-
stæðum í mjnd annarra persóna. I öðru lagi sýna persónu-
lýsingamar gildi ýmiss konar lífsviðhorfa.
Höfuðandstæðurnar í þessu persónusafni em á milli
Helgu prestsfrúar og Thordarsens verslunarstjóra. Þau em
tákn ósættanlegra afla sem jafnframt speglast í sál prests-
ins. Helga er holdtekja hins hreina, gjöfula og jákvæða í
tilverunni. Hún á að vera heil í hugsunum sínum og gjörð-
um, býr yfir takmarkalítilli fómarlund, auðmýkt og kær-
leika. Hún á þann sálarfrið og staðfestu sem séra Sturla
þráir. Andspænis þessum „dýrlingi“ er Thordarsen mang-
ari, holdtekja sundrungar og lágkúmlegrar illmennsku. Á
milli þeirra standa síðan blandaðri manngerðir; þeirra
merkilegastar em e. t. v. læknirinn Páll Brandsson og
Finnur bóndi á Vaði.
Persónulýsing Helgu er að mörgu leyti meingölluð eins
og raunin er um fleiri kvenlýsingar Gunnars Gunnarssonar.
Hún er einum of „hrein“ og „fullkomin“; sjálfstjórn hennar
og fómfýsi með ólíkindum. Gagnstætt öðrum persónum
Strandarinnar svífur hún sem í lausu lofti, rómantísk hill-
ing eða goðsögn án róta í vemleikanum, auk þess sem rök-