Studia Islandica - 01.07.1982, Page 77
75
fyrir að mótsagnir í vitundinni eiga stóran þátt í staðfestu-
leysinu:
Hans Sind var Modsætningernes: husede den hajeste reneste Glæde
ved Siden af den laveste Lyst, - spændte fra begejstret, altforglemmende
og i sin Vilje altopofrende Stræben til den usleste og utilgiveligste Mod-
loshed og Ligegladhed, - rummede saavel Ildens hede Rasen som Isens
kolde Stivnen. (263-64)
Þessi innri óstöðugleiki er ein gildasta ástæðan fyrir óförum
tJlfs. Hann getur ekki lifað heill i neinu til lengdar því að
hann sjálfur er skiptur. Uppruna þessa rótleysis er að finna
í innstu hugarfylgsnum tJlfs; það á upptök sín í sálrænum
veruleika sem meðvitund hans getur ekki hamið. Séra Ljót-
ur, faðir Úlfs, skilgreinir mannssálina á eftirfarandi hátt:
Menneskesjælens tilsyneladende Ro og Ligevægt var ikke til at stole
paa, - den kunde ofte skjule uudforskehge Afgrunde. Menneskesjælen
var som Havet: uberegnelig - tilsyneladende upaalidelig, - og i Grunden
var den vel ligesom Havet undergivet store ydre og ikke selvforskyldte
Forvandlinger /--/. (232)
Andlegt jafnvægi er grunnur sem getur brostið óforvarendis
og dulin öfl tekið ráðin af meðvitundinni. Að mati Ljóts er
þessi síbreytileiki þó ekki alger; að baki býr eðliskjami sem
helst stöðugur hvað sem á dynur: men i sit Væsen og
fndhold dog altid den samme“. (232) f framhaldi af því
dregur séra Ljótur þá ályktun að maðurinn sé saklaus-. hann
er leiksoppur afla sem hann ræður ekki við, - hann er
ábyrgðarlaus: „. . . og vel derfor uden Skyld — uden Skyld“.
(232)
Hugmyndir séra Ljóts lýsa örlögum Úlfs mæta vel. Saga
hans er í sjálfu sér ekki annað en rökstuðningur þeirra. Ein-
hvers konar innri nauðung - í slagtogi við sjálfsfyrirlitn-
ingu - knýr hann þá braut sem hann sjálfur veit að leiðir
til tortímingar. Viðnámsþrek hans er næsta lítið og á milli
vilja hans og máttar virðist óbrúanleg gjá:
Hans Grundskade var vel, at der intet Forhold var imellem hans
Evner og hans Længsel. Hans Higen havde bestandig været forud for
hans Formaaen. - Maaske var han fodt som en 0rn, - men det var i