Studia Islandica - 01.07.1982, Side 122
120
Að kvöldi sjötta dagsins kemur Grímur að Páli í húsi
sínu. „Djöflamir“ ná yfirhöndinni og vitund hans splundr-
ast; hann missir vitið:
- Det var som at glide dybere og dybere ind i en Taage, et Morke,
sagde han, - omtrent som det maatte være at drukne. Han havde en
Fomemmelse, som ovedes der Vold mod hans Bevidsthed - som hlev
den langsomt kvalt ... (307-8)
Ástand hans er skilgreint sem „djöfulæði"; djöflamir hafa
náð valdi yfir vitund hans og draga hann með sér niður í
djúpið. Hið díabólíska gengur með sigur af hólmi og Grímur
hverfur á vit síns vítis.
Vitund Gríms brestur af því að hann skynjar þann „Guð“
sem Kölski, Páll Einarsson, er tákn fyrir: Guð tortímingar,
rökleysu og siðleysis. Þessi Guð rennur saman við vitund
hans að leiðarlokum. Tortímingarframvindan hefur mnnið
sitt skeið.
IV. 7. Trú, siðgæði, tragedía
1 Sælir eru einfaldir lýstur saman trúarlegum, siðferði-
legum og tragískum lífsviðhorfum. Þessi viðhorf birtast í
fjölbreytilegum mannlýsingum verksins sem spanna litrófið
allt frá dýrlingi til djöfuls. Höfuðstofn persónusafnsins er
þó „hinir einföldu“; þeir, sem lifa sælir í sinni góðu trú.
Einfeldningamir skiptast í tvo meginhópa. Annars vegar
em „menn staðreyndanna“ sem lifa sáttir við sitt nánasta
umhverfi og leiða ekki hugann út fyrir þröngan sjóndeildar-
hring hversdagsins. Eilífðarvandamálin em í þeirra augum
gagnslausar grillur. Þeir fylla líf sitt nærtækmn hugðar-
efnum daglega lífsins, hjúpaðir gmnnhyggni sem heldur
frá þeim angist og kvíða. Af þessu tæi em Benjamín Páls-
son, Geir Helgason, Jón gamli í kofanum, tengdamóðir
Gríms og e. t. v. Pétur Ölafsson. Þau lifa öll eins og þau
eigi eilífðina í fórum sínum, dauðinn er þeim ekkert vanda-
mál að því er virðist. Hins vegar em „trúmennimir“ sem
trúa afdráttarlaust á yfirskilvitlegan heim og afneita eða