Studia Islandica - 01.07.1982, Page 133
131
1 verkum Dostóéfskís eru trúmenn sem trúleysingjar sam-
settar persónugerðir, fullar óleysanlegra mótsagna. Dýrling-
urinn og þrjóturinn lifa þversagnakenndu sambýli í sál
þeirra. Dmitry Karamazof gat til dæmis ekki skilið:
/.. . / that a man of great heart and high intelligence should begin
with the ideal of Madonna and end with the ideal of Sodom. What is
more terrible is that a man with the ideal of Sodom already in his soul
does not renounce the ideal of Madonna . . .104
Guð og Satan heyja baráttu um sál hvers manns og víg-
völlurinn er maðurinn sjálfur. Jafnvel saurlífisseggurinn
er haldinn löngun til hins hreina og göfuga; í svaðinu
dreymir hann um Guð:
Let me be damned, let me be vile and base, but let me kiss the hem
of the garment in which my God is clad; let me be running after the
devil at that very moment, but I am still thy son, O Lord, and I love
thee .. .105
Jafnvel „dýrlingar“ Dostóéfskís eiga í innra stríði. Trúar-
vitund þeirra nærist af átökum vonar og örvæntingar, efa
og vissu. 1 föður Zossíma og Alyosha í KaramazofbræSrun-
um togast til dæmis á öfl hreinleika og ástríðu, sjálfsku og
sjálfsgleymsku. „Maður“ Dostóéfskís er mótsögn: Hann er
engill í gær en djöfull á morgun.
Söguhetjur Gunnars - séra Sturla, Úlfur Ljótsson og
Grímur Elliðagrímur - eru náskyldar trúleysingjum Dostó-
éfskís. Innri maður þeirra er skiptur og staðfestulaus, sál
þeirra suðupottur ástríðna og göfugra hugsjóna, guðdóms-
gneista og helvítisloga. Þær eru á valdi andstæðnanna: búa
yfir fómfýsi og sérgæsku, auðmýkt og drambi, göfgi og
lágkúm. Þetta samræmisleysi leiðir þær i glötun eins og
söguhetjur Dostóéfskís. Vegferð þeirra allra lýkur með því
að „djöflamir“ taka völdin.
Dostóéfskí sýnir fram á í verkum sínum að maðurinn
geti ekki lifað án trúar og tilgangs. Án „guðs“ er maður-
inn einn og glataður að hans dómi. Kjarainn í skáldsögum
Gunnars Gtmnarssonar er hinn sami. Samræmisleysið er
afsprengi þess að maðurinn hefur misst sjónar af hinu al-