Studia Islandica - 01.07.1982, Page 158
156
frið. Kenningin segir okkur aðeins að lífið sé i eðli sínu
merkingarlaust orkustreymi sem haldi áfram að eilífu. Er
maðurinn ekki jafn bölvanlega staddur eftir sem áður?
Gunnar Gunnarsson notar margvíslegar myndir og tákn
til að tjá náttúruhyggju sína. Algengastar eru táknmyndir
hjólsins og hins blinda guðs. 1 Ströndinni er mannkyninu
lýst sem fylkingu hlekkjaðra þræla á lögbundinni ferð sem
þó er engin ferð heldur hreyfing í hring:
Rundt i Aarets Hjul vandrer Menneskene som Slaver. Dagene er
som Trin i en Trædemolle - ingen kan springes over. Rundt, rundt, -
og dog stadig paa Stedet - vandrer de lænkede Slavers Tog . . . Indtil
de enkeltvis segner og fejes paa Fremtidens Modding. -16°
Maðurinn er þræll þessa ósveigjanlega „lögmáls11; lif hans
hringrás „frá gerbreytingu til gerbreytingar“. Mannslífið
er ekki annað en ferð vitundartýru frá óminni til óminnis,
hringrás úr tómi í tóm. Maðurinn er knúinn áfram af nátt-
úrunauðsyn, tilfinningalausri og óseðjandi. Lífið er böðull
sem á engan sinn líka að grimmd - sem þó er ekki grimmd
því að lífslögmálið er „ómeðvitað“:
Opsynsmanden uden Hjerte, Tilværelsen, piskede sine Slaver frem
fra Trin til Trin _ de vaagne og de dosige, de glade og de sorgmodige,
de frejdige og de bitre, de træge og de ivrige, - alle maatte de holde
Trit.161
Lífið er ekki líf til hamingju heldur líf til dauða sem síðan
ummyndast í nýtt líf - undir stjóm hins bhnda guðs, um-
sjónarmannsins tilfinningalausa. Mannslífið sem virðist svo
staðgott þessa stundina er orðið að ormahæli þá næstu sem
aftur er fmmefni í annað líf sem lýtur lögmálum sömu
hringrásar. Mannslífið hefur m. ö. o. þann eina tilgang að
vera áburður í nýja tortímingarframvindu; það er látlaus
og tilgangslaus endurtekning.162
Lífsbarátta mannsins er þannig stríð við blint goðmagn,
ósigrandi fjandmann, sem er lífslögmálið sjálft. Mennimir
óska sér eilífðar og trúa því sem þeim hentar. Þeir búa sér
til Guð í eigin mynd, reyna að stöðva hringrás gerbreyting-