Studia Islandica - 01.07.1982, Síða 159
157
arinnar. En hjólið stöðvast ekki, það eyðir um síðir öllum
hamingju- og valdadraumum:
Forvandlingens tro Tjener, den aarvagne Dod, fulgte utrættelig det
drejende Hjul, - opsamlede stadig de ældste og de segnefærdig trætte;
mejede undertiden vilkaarlig store Skarer ad Gangen; og pillede nu
og da, i et grusomt Lune, de kraftigste eller dem, der gik frejdigst paa,
ud af Flokken.183
Baksvið átakanna i Ströndinni er vetur hörmunga og
hungurs. Menn eru ofurseldir grimmdargreipum náttúru-
afla:
Det sneede stadig. /-/ Sneen kender ingen Gradsforskel, - Folk,
Fæ, Luft, Land og Hav - alt omfatter den med den samme Bekymrings-
loshed. Dyd, Rang, Tro - enten det nu er Hjertets inderste Mening eller
blot store Ord og fedt Flæsk, - for den eksisterer det ikke - ikke engang
som tomme Begreber.184
Náttúran á ekki til það siðgæði sem mennimir í einfeldni
sinni skenkja henni. Hún hlítir aðeins eðlisbundinni ákvörð-
un sinni: „Sneen var uskyldig. Den gjorde kun sin Pligt,
- fulgte kun sin Bestemmelse.“165 Mannleg örlög skipta
náttúrumögnin engu. Hafi einhver villst í snjóþykkn-
inu, liggi emjandi á æðri máttarvöld og frjósi i hel — þá
hann um það! Snjórinn er áhyggjulaus, kærulaus og saklaus.
Hann er ábyrgðarlaus enda hefur hann engan vitsmuna-
legan tilgang.
Þessi heimssýn minnir að sumu leyti á kenningar þýska
heimspekingsins Schopenhauers. Hann gerði náttúrxma að
hálfgildings Guði sem skapaði og eyddi án tillits til þarfa
einstaklingsins eða örlaga mannkyns. Hjá Schopenhauer
er náttúran birtingarmynd líffræSilegs vilja sem starfar á
vélrænan hátt, almáttugur og tilgangslaus. Viljinn er blint
orkuflóð, ómeðvitaður og ásjónulaus, en allar hugsanir og
athafnir mannsins em skilyrtar af honum. Maðurinn heldur
sig frjálsan að velja og hafna en er í raun þræll líffræði-
legrar nauðsynjar. Viljinn einn er frjáls og alvaldur. Starf
hans í náttúmnni framleiðir ótal lífsform sem öll berjast
fyrir tilveru sinni. En þessi orkueyðsla hefur engan tilgang;