Studia Islandica - 01.07.1982, Page 168
TILVITNANIR OG HEIMILDIR
a) Tilvitnanir
1. Jaspers: „Reason and Existence". Tilv. eftir Kaufmann 1973, 189
2. Gunnar Gunnarsson: „Eftirmáli" við Ströndina 1945, 349.
3. Thomas Hardy: Late Lyrics and Earlier, x.
4. Gunnar Gunnarsson: „Eftirmáli" við Ströndina 1945, 347 og 349-
50.
5. Peter Hallberg: Vefarinn mikli I, 66.
6. Matthías Johannessen: M Samtöl I, 59.
7. Sigurður Nordal: „Eftirmáli" við Fornar ástir 1949, 160.
8. Gunnar Gunnarsson: Hugleik den Haardtsejlende, 301.
9. Peter Hallberg: Vefarinn mikli I, 72.
10. Hér er ekki rúm til að fjalla nánar inn þýðingu móðurmissisins
fyrir Gunnar Gunnarsson. Umfjöllunin um Drenginn sýnir þó
a. n. 1. fram á merkingu þessa atburðar enda hefur það verk sterk
ævisöguleg einkenni líkt og Fjallkirkjan. Að öðru leyti skal vísað
til bókar Sigurjóns Bjömssonar, LeiSin til skáldskapar, þar sem
verk Gunnars eru greind frá ævisögulegum og sálfræðilegum sjón-
arhóli. - Annars er það ljóst að einkareynsla Gunnars Gurmars-
sonar er ein helsta uppspretta skáldskapar hans. í Ströndinni skrif-
ar hann sig t. d. frá vandamálum sem magnað höfðu innri tog-
streitu i sálarlifi hans frá bemsku, ekki síst sektarkenndinni sem
gengur eins og rauður þráður um verk hans allt frá Borgarœttinni.
Eftirfarandi klausa úr eftirmála Gunnars að Landnámuútgáfu
Strandarinnar 1945 varpar ljósi á þetta:
„Holundum og mergundum, gömlum og nýjum, einkasárum og
meðsekt í alheimskvillum, - öllu þessu dóti hafði ég í mesta sakleysi
og mér algerlega óafvitandi bundið á bak mannverum, sem hver og
ein var snar þáttur af einhverju áður lifuðu, síðan hlaðið þeim i
valköst og brennt þessa eldfimu hami fornra og nýrra Fróðárundra
til agna á báli þeirra þjáninga, sem bræddu efnið, svo að það gat
fallið skaplega í hugmynduð mót.“ (359)
Ströndin og verkin sem á eftir komu eru eins konar sjálfsupp-
gjör; glíma skálds við sjálfan sig, fortíð sína sem nútíð, og heim-
inn. Skáldskapurinn er honum leið til að verða ekki innri upp-
lausn að bráð - leið til að lifa af.