Dagur - 12.02.1988, Síða 6

Dagur - 12.02.1988, Síða 6
samfrosinn ísinn til lands. Þeir höfðu taug á milli sín er þeir nálguðust landið því þar var ísinn sprunginn og ótryggur. Miklu síðar man ég bæði Dag og Tímann, sem var árinu eldri, rúllaða í mjóa stranga, sem komu í póstinum, fólkið las upp til agna og ræddi um á eftir. - Löngu síðar varðst þú starfsmaður Dags, hvernig vildi það til? Já, um 1950 lauk ég störfum við gróðurhúsin við Brúnalaug. Á sama tíma vantaði afgreiðslumann og auglýsingastjóra hjá Degi og mér var boðið það starf. Hvers vegna ekki að prófa eitthvað alveg nýtt, hugsaði ég og tók boðinu. Haukur Snorrason var þá ritstjóri blaðsins, óvenjulega fær blaðamað- ur. Hann var einnig ritstjóri Sam- vinnunnar um margra ára skeið og ég varð þá einnig afgreiðslumaður þess tímarits og Tímans á Akureyri. Verkefnin voru því næg, en fjárhagur Dags var bágborinn og þrengdi að á allar hliðar. — Voru margir starfsmenn hjá Degi um þessar mundir? Aðeins við Haukur og Loftur Guðmundsson vann ýmislegt við afgreiðslu þegar Samvinnan bættist við. Auk þess vann stúlka við að setja blaðið í merktar umbúðir á útkomu- dögum. En umbúðirnar höfðu áður verið stimplaðar með handstimplum úr blýi. En börn og nokkrir fullorðnir báru blaðið í hús bæjarins og sam- kvæmt athugun Gísla Guðmundsson- ar alþingismanns, var útbreiðsla Dags á Akureyri hlutfallslega meiri en útbreiðsla Morgunblaðsins í Reykjavík og þótti þá langt jafnað. Þó voru það auglýsingarnar, sem héldu Degi á floti, þótt stundum væri naumast borð fyrir báru í fjárhags- legu tilliti. - Hvaða vélakostur var not- aður við blaðið og hvernig var háttað samvinnu Prentverks Odds Björnssonar hf og blaðsins? Dagur var, að fyrstu tveim árunum undanskildum, ætíð prentaður í Prentverki Odds Björnssonar, sem Sigurður 0. Björnsson stjórnaði. Prentsmiðjan var í Hafnarstræti 88b og skrifstofur Dags í næsta húsi að segja má, í stórbyggingu KEA, þegar ég fyrst þekkti til, en síðan í elsta verslunarhúsi KEA á Akureyri, Hafn- arstræti 90. Prentsmiðjan var vel búin vélum og tækjum, eftir því sem þá tíðkaðist, en prentiðnaðurinn hefur tekið svo örum breytingum síðari árin að Vélsetjarinn Þorkell V. Ottesen, setti allt meginmál í Dag um margra áratuga skeið og var það ærinn starfi. hann er vart þekkjanleg iðngrein, miðað við fyrri tíma. Ritstjórn skilaði handritum til prentsmiðjunnar ýmist handrituðum eða vélrituðum, síðar vélrituðum eingöngu og við þeim tóku setjararn- ir, sem settu í blý á Linotype-setjara- vélar, sem þóttu hinar fullkomnustu. Síðan var blaðið prentað í Duplex- prentvél og var átta síður. Duplex- vélin var nefnd blaðapressa og var mikil fyrirferðar. Það voru einkum þeir Þorkell Ottesen og Jakob Krist- jánsson sem fyrst settu Dag en síðan og lengst Svavar Ottesen. Sjálfur greip Sigurður prentsmiðjustjóri í setningu þegar honum þótti þurfa og var þá mikilvirkur. Samstarf okkar við prentsmiðjuna var eins og best mátti verða. Auðvit- að þótti manni prentvinnan dýr, enda barðist blaðið lengi í bökkum, en öll vinna í prentsmiðjunni var hin ánægjulegasta. - Varla hefur þér dottið í hug að Dagur yrði dagblað þegar þú byrjaðir hjá honum? Jú, mjög fljótt barst það í tal á milli okkar Hauks og oft síðar og við vor- um með ráðagerðir um eitt og annað í því sambandi. Hann sá fyrir sér fyrsta dagblað landsins utan Reykja- víkur þar sem Dagur var og það varð að veruleika þótt síðar yrði. En sigl- ingin var erfið mörg fyrstu árin mín 6 Dagur 70 ára t

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.