Dagur - 12.02.1988, Side 7

Dagur - 12.02.1988, Side 7
hjá Degi. Það var ágjöf á bæði borð og þannig var það einnig hjá hinum Akureyrarblöðunum þremur, sem pólitískir andstæðingar okkar gáfu út. Ástæðan fyrir þessum þrenging- um blaðanna var sú, að það voru engir möguleikar fyrir ijögur viku- blöð á Akureyri til að lifa sómasam- lega. Dagur var blað framsóknar- manna, Islendingur var blað sjálf- stæðismanna, Verkamaðurinn var lengst til vinstri og kratar gáfu út Alþýðumanninn. Þessi blöð börðust um auglýsingarnar, sem voru helsta tekjulindin, einnig um fréttirnar og vinsældirnar og hvert og eitt barðis* fyrir málefnum síns flokks. - Sennilega hefur þér líkað starfið sæmilega vel. Mér fannst frá upphafi skemmti- legt að vinna við blaðið. Og áhuga- inönnum um framfarir og betri daga er nauðsyn að hafa aðgang að góðu blaði, jafnt pólitískum sem öðrum. Líklega hefði ég átt að gleðjast yfir erfiðleikum keppinautanna, hinna vikublaðanna á Akureyri og fagna því þegar útkoma þeirra varð glopþótt. En fáir söknuðu þeirra meira en ég, því þau voru mér alveg nauðsyn. Auðvitað var stundum tek- ist á um mál og ekki alltaf mjúklega, en andstæðingarnir héldu manni sannarlega vakandi og nokkur spenna er nauðsynleg í blaða- mennskunni. Hinu má svo við bæta, að í mörgu voru Akureyrarblöðin sammála, þótt minna væri eftir því tekið og minna um það rætt. — Hvert taldir þú hlutverk Dags? Dagur var upphaflega stofnaður sem norðlenskt málgagn í sókn og vörn. Ennfremur sem stuðningsblað Framsóknarflokksins og samvinnu- stefnunnar, almennt fréttablað, vett- vangur skoðanaskipta og hugsjóna. Vikublaðið Dagur átti að auðvelda sem flest mannleg samskipti fólks. Bendi ég á allan þann fjölda einstakl- inga, félaga og stofnana sem þarf að koma skilaboðum til almennings, svo sem auglýsingum og tilkynning- um. En ég minni einnig á efnisþætti, sem vikublað gat orðið sem kjör- inn boðberi fyrir, t.d. landbúnað- armál, sjávarútvegsmál, iðnað og verslun, verkalýðsmál, samvinnu- mál, sveitarstjórnarmál, stjórnmál, íþróttir og skemmtanir, kirkju- og skólamál. Lítið vikublað gat ekki sinnt þess- um efnisþáttum og öðrum nema í litlum mæli. Þess vegna vaknaði hug- sjónin um dagblað norðan fjalla og þess vegna lifði hún og varð að veru- „Mér fannst frá upphafi skemmtilegt að vinna við blað.“ leika. Áður var þó búið að fikra sig áfram með útgáfu þriggja blaða á viku, sem gaf góða raun. - Margir munu hafa unnið hjá blaðinu í þinni ritstjórnar- tíð. Þeir eru auðvitað margir, en lengi unnu hjá því tveir fastir menn, rit- stjóri og afgreiðslumaður og síðan ígripamenn eftir þörfum, fyrir utan þá sem önnuðust afgreiðsluna einu sinni eða tvisvar í viku. Aðal af- greiðslumenn Dags í minni tíð voru þeir Þorkell Björnsson, Jón Samúels- son og Jóhann Karl Sigurðsson. Á ritstjórnarskrifstofum unnu lengri eða skemmri tíma, flestir að- eins vikur fremur en mánuði: Hjálm- ar Jónsson, núverandi prófastur á Sauðárkróki, Vilhjálmur Vilhjálms- son, síðar kunnur söngvari og flug- maður, Áskell Þórisson, nú rit- stjóri, Ingvar Gíslason alþingismað- ur, Guðbrandur Magnússon, Erla Hrönn Jónsdóttir, Guðbjörg Árna- dóttir, Kristín Ottesen, Gunnar Salv- arsson, Fríða Björns, Snjólaug Bragadóttir, síðar kunnur rithöfund- ur, Björn Teitsson, síðar skólameist- ari, Hjálmar Jóhannesson, Jóhann Frímann og Þóroddur Jóhannsson. Þetta var úrvalsfólk. - Pú hafðir marga fréttarit- ara á Norðurlandi. Já, mitt fyrsta verk hjá Degi, eftir að ég tók við blaðinu 1956 var að fá marga fréttaritara, sem ég síðan hafði reglubundið samband við. Allir voru þeir ólaunaðir og standa blað- ið og lesendur í mikilli þakkarskuld við þá. Margir þessara manna voru frábærir fréttaritarar, eða hver man ekki Baldur á Ófeigsstöðum, Sigurð Lúter á Fosshóli og Óla Halldórsson á Gunnarsstöðum? Eða þá Pétur Axelsson í Grenivík, Sigurð Finn- bogason í Hrísey, Hólmstein Helga- son á Raufarhöfn, Björn Stefánsson Ólafsfirði, Guðjón Ingimundarson og Guttorm Óskarsson á Sauðárkróki, Guðmund í Ási í Vatnsdal, Jóhann Þorvaldsson á Siglufirði, Þormóð Jónsson á Húsavík og Gunnlaug í Kasthvammi? Með þessum ágætu fréttamönnum náðist heildarsýn yfir Norðurland, í framfara- og menning- armálum, þar sem hver og einn lyfti sínu umhverfi upp úr þeim táradal „... en prentiðnaðurinn hefur tekið svo örum breytingum síðari árin að hann er vart þekkjanieg iðngrein miðað við fyrri tíma.“ Dagur 70 ára 7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.