Dagur - 12.02.1988, Side 10

Dagur - 12.02.1988, Side 10
urversvirkjun, var öðrum virkjunum hagkvæmari. Með Gljúfurversvirkjun átti að auka vatnsmagn Laxár með öðrum ám og stífla Laxárdal til að fá uppistöðulón fyrir virkjunina. Hvar sem stórvirkjanir eru gerðar þarf öðru fyrr og áður en fram- kvæmdir hefjast að tryggja virkjun- arframkvæmdum allan rétt hvað snertir lönd og landsréttindi, vatn og vatnsréttindi, þar með veiðiréttind- in. Hvað þetta varðar mistókst Lax- árvirkjunarstjórn og þess vegna urðu árekstrar. Ekki verður þessi saga rakin hér, en landeigendur við Laxá og Mývatn þjöppuðu sér saman und- ir forystu Hermóðs Guðmundssonar í Ámesi og vörðu eignarrétt sinn, sem þeir töldu á sér brotinn. Laxárdeilan varð hitamál um land allt og fá mál hafa fætt af sér jafn margar ályktanir félaga og samtaka og hún gerði. Þingeyskir bændur áttu samúð fólksins í landinu, svo ekki varð um villst, en Laxárvirkjunar- stjórn, sem vann að því að afla Norðurlandi aukinnar og ódýrrar raforku, átti miklu fylgi að fagna á Akureyri. Ég skipaði mér að því leyti við hlið þingeyskra bænda, að ég gagnrýndi hin ýmsu vinnubrögð Laxárvirkjun- arstjórnar og raunar einnig hin hörðu andsvör bænda. Ég virti mjög það sjónarmið bænda, að láta fyrstir manna á sér brjóta í svipuðum mál- um hérlendis. Laxárvirkjunarstjórn- in gerði hins vegar mörg og stór axarsköft, áform hennar mistókust og urðu almenningi dýr. Málaferli hófust og meira en 20 kærur á hend- ur Laxárvirkjunarstjórn lágu fyrir þegar sættir tókust loks í hinni miklu deilu. Það kom í hlut Vals Arnþórs- sonar að leiða málið til sátta og að bjarga því sem bjargað varð. Ég skrapp einu sinni með honum á fund með Félagi landeigenda við Laxá og Mývatn, sem haldinn var heima hjá Hermóði í Árnesi. Þar var heitt í kol- unum þótt menn gættu tungu sinnar að mestu. Á þessum fundi var e.t.v. lagður einhver grunnur að sættum, þótt langt yrði ekki komist að því sinni. — En hitnaði þá aldrei í kol- unum á skrifstofu þinni hjá Degi á meðan Laxárdeilan stóð sem hœst? Jú, oftar en einu sinni. Ég minnist þess þegar maður úr Laxárvirkjun- arstjórn dansaði stríðsdans í litlu skrifstofunni, stappandi ákaflega í gólfið og berjandi út í loftið. Munn- söfnuðurinn var í samræmi við það. í annað skiptið reiddist einn forystu- maður bændanna ákaflega mikið við mig og hann barði saman hnefunum við nefið á mér, með tilheyrandi skömmum. Og mér er í minni 19. júlí 1970 þegar Þingeyingar á annað hundrað bílum komu til Akureyrar til að mót- mæla Gljúfurversvirkjun, með sýslu- mann sinn í broddi fylkingar. Sendi- nefnd mótmælanna gekk síðan á fund bæjarstjórnar Akureyrar með mótmælaskjal sitt. Öllum ætti að vera það ljóst að lok- inni Laxárdeilunni, hve nauðsynlegt það er framkvæmdaaðilum við virkj- anir, að tryggja sér allan rétt í tæka tíð. - Viltu nefna einn eða fleiri tíða og góða gesti á skrifstofu þinni? Á ritstjórnarskrifstofu eiga fjöl- margir góðir gestir erindi á degi hverjum. En sem svar við spurningu þinni og sem samnefnara þeirra bestu og kærkomnustu nefni ég Sigurð Óla Brynjólfsson kennara frá Ytra-Krossanesi. Hann var vikulegur og stundum daglegur gestur minn og ætíð jafn kærkominn. Honum fylgdi jafnan frjálslegur ferskleiki og hann Nokkrar sögur fóru af því að reimt væri í Hafnarstræti 90, þar sem Dagur var lengi til húsa. Erlingur segist aldrei hafa orðið var við neitt slíkt, en... 10 Dagur 70 ára

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.