Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 11
Hörður Svanbergsson prentari við Duplex-prentvél Dags, en Hörður prentaði blaðið um langt árabii. var einn þeirra manna, sem ekki kastaði steinum að pólitískum and- stæðingum, þótt hann stæði í stöð- ugri baráttu í bæjarmálum og skóla- málum og færi ekki á mis við hregg- viðri hinnar pólitísku baráttu. - En hverjir eru þér minnis- stœðastir, sem skrifuðu í blaðið? Minnisstæðastur allra þeirra mörgu, sem oft sendu greinar til birt- ingar í Degi er Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá hafði að mestu lokið sínu mikla dagsverki á þjóðmála- sviðinu. Jafnan sendi hann mér stutt, handskrifað bréf með greinum sínum og er vægt til orða tekið að mér gengi illa að lesa þau í fyrstu, en ég vandist fljótt skriftinni. Jónas gaf mér leyfi til að breyta greinum sínum og einu sinni bað hann mig símleiðis að lagfæra niður- lag á grein, sem hann var búinn að senda mér og beið birtingar. Ég gerði mér ekki fyllilega grein fyrir því þá, hve mikil viðurkenning þetta var. En alþingismennirnir Karl Krist- jánsson og Gísli Guðmundsson skrif- uðu oft í blaðið, einkum þegar kosn- ingabarátta stóð yfir eða þegar mikil tíðindi voru að gerast. Þeir voru snjallir þótt ólíkir væru og mjög traustir í allri samvinnu og hollráðir. Síðar urðu þeir Stefán Valgeirsson og Ingvar Gíslason meira í sviðsljós- inu og sendu oft blaðinu góðar grein- ar til birtingar og voru báðir vaxandi menn þegar við áttum samleið. Allir voru menn þessir ritfærir, en einn var ritsnillingurinn og það var Jónas frá Hriflu. - Hvernig líst þér á framtíð Dags? Ég er mjög ánægður yfir því að Dagur hefur náð því takmarki að verða fyrsta dagblaðið utan Reykja- víkur, svo sem okkur dreymdi um fyrir áratugum. Mér sýnist framtíð blaðsins björt og ég sendi Degi hinar bestu árnaðaróskir í tilefni sjötugs- afmælisins. EHB Úr gömlum Degi Brymiið hestunum Úr fréttadálki Dags 18. ágúst 1920: „Vatnsþró með sístreymandi vatni hefir verið byggð við læk- inn upp af hafnarbryggjunni. Á þróna er málað: „Brynnið hest- unum.“ Þetta er eftirtektar- verðasta byggingin í bænum. Hreinlætis- þörfin í bænum Áður stóð baðhús, þar sem Dagur er nú prentaður. Það var byggt árið 1920, og er þeirrar framkvæmdar tvívegis getið í Degi, fyrst 18. ágúst, en þá seg- ir í fréttadálki: „Baðhús fyrir bæinn er sagt að kaupm. Rögnvaldur Snorra- son sé að láta byggja. Margir hafa tekið sér óþarfara fyrir hendur. Framtakssemin er lofsverð hvar sem hún er.“ Og 29. september kemur aft- ur frétt af baðhúsinu: „Baðhús Rögnvalds Snorra- sonar kaupmanns er bráðum fullgert. í neðri hæð er mótor og rafmagnsvél, sem lýsir mörg hús í bænum. Auk þess stór geymsla. Á efri hæð eru tvö baðherbergi, biðstofa, íbúðar- stofa ljósa- og baðvarðar, auk geymslu. Mótorinn í húsinu er hagnýttur til hins ýtrasta. Hitar húsið og lýsir, hitar vatnið og dælir því upp í vatnsgeymi, sem er uppi á hanabjálkalofti. Þess er óskandi, að hreinlæt- isþörf manna reynist ekki minni en viðleitni Rögnvalds, að fullnægja henni.“ Ath.: Það var víst lítið um sturtur eða baðker í híbýlum fólks á þessum tíma. Dagur 70 ára 11 i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.