Dagur - 12.02.1988, Qupperneq 17

Dagur - 12.02.1988, Qupperneq 17
nábúakritur og brigður á viðskiptum reyna á þær dyggðir í fari hans. Get- ur hver stungið hendinni í sinn eigin barm til hollrar sjálfsrannsóknar í þessu efni. Starfsþrek Þeir, sem gefa sér tíma til athugunar um það, að Jónas er skólastjóri Sam- vinnuskólans og hefir þar einskonar frumsmíð með höndum og líta jafn- framt yfir ritverk hans, mikinn hluta af öllu lesmáli Tímans og Tímaritsins og meta það, þó ekki sé nema að vöxtum, munu að sjálfsögðu hugsa sér hann sískrifandi og lesandi í frístundum. Þessu er þó ekki svo varið. Þvert á móti sést hann aldrei lesa né skrifa á þeim tímum sólar- hringsins, sem allur þorri manna vinnur verk sitt. Svo að segja öllum frístundum sínum ver Jónas til að tala við menn. Alltaf virðist hann hafa nógan tíma til þess að taka á móti gestum, enda er á heimili hans óslit- inn gestastraumur. Ráðning á þeirri gátu, hvernig Jónas fær afkastað svo mikilli vinnu er ekki nema ein: Hann ver nóttinni til lesturs og skrifta og er sérstaklega mikilvirkur á hvort- tveggja. Það er bókstaflega satt, að um mörg undanfarin ár hefir hann, meðan þjóðin svaf, vakað yfir málum hennar. Aðeins fáum afburðamönn- um þjóðanna er gefm slík starfsorka. íslendingar geta tæplega vænst þess að eiga á öllum tímum mann, sem aldrei þykist geta á sig lagt nógu mik- ið af ólaunuðum störfum í þágu þjóð- arinnar. Framfarir og menning alls mannkynsins á að mestu rætur sínar að rekja til fárra einstaklinga, sem ekki hafa metið tíma sinn til peninga, heldur til þjóðarheilla, sem ekki hafa skrifað akta-skrift, heldur látið orku ráða. Leyndardómur allra mann- kynsframfara liggur í hug og hjarta tiltölulega fárra einstaklinga, þar sem kyntur er heilagur eldur áhugans og ósíngirninnar. Fylgismönnum Jónas- ar mætti vera það hvatning að hug- leiða þetta. Þeim mætti verða það áhugaefni, að orku Jónasar og starfi yrði ekki kastað á glæ vegna slælegr- ar fylgdar eða nærsýnnar smámuna- semi. Andstæðingum hans má vera það hugnun, að hann hefir þurft mikið á sig að leggja. Fjölhœfni og víðsýni Þjóðin á marga nýta menn í öllum stéttum og stigum. Fiún á afburða- menn, sem skara fram úr hver á sínu sviði. Hún á ennfremur menn, sem bera af í fleiri greinum en einni. En engan mann á hún svo fjölhæfan, jafnvígan og frumhugsandi sem Jón- as frá Hriflu, þegar þeir menn eru taldir, sem nú fást við íslensk stjórnmál. Engin mál þjóðarinnar, er nokkru verulegu skipta, lætur Jónas afskiptalaus. Sjaldgæf er jafn alhliða meðferð þjóðmálanna í höndum eins manns. Hann ber jafnt fyrir brjósti atvinnuvegi, verslun, fjármál, sam- göngumál, stjórnarfar, menntamál, listir, bókmenntir og skáldskap. Meðfæddir hæfileikar Jónasar, sjónnæmi hans og stálminni, ásamt menntun hans og ferðalögum hefir gefið honum yfirsýn út yfir þjóðmálin meiri en öllum öðrum, sem fást við opinber mál hér á landi. Vegna þess að honum hefir verið gefið það sem kalla mætti skipulagsgáfu, á hann til- tölulega hægt með að raða ósam- stæðum hlutum í kerfi og skapa í eyðurnar. Hann getur tínt saman brotasilfur almenningshugsana og gert úr því álitlega gripi. Fyrir því er hann sá íslenskur stjórnmálamaður, sem um þessar mundir hefir á tak- teinum úrlausnarráð og tillögur í hverju máli. Enginn frambjóðenda þolir samanburð við hann í þessu efni. Hann einn hefir gert grein fyrir víðtækri og alhliða stefnuskrá sinni. Fyrir þessu mætti færa mjög ítarleg rök. Ríkasta heimildin fyrir þessari staðhæfingu er skrif Jónasar í Tímanum, sem hann kallar Komandi ár, svo og öll hans skrif seint og snemma. Vinir og óvinir Ég hefi hér að framan haldið því fram að Jónas sé afburða maður, sem ástæða sé til að gera sér miklar vonir um, ef hann hlýtur viðunandi stuðning. Ég vil nú enn að lokum færa fyrir þessu algild rök. Meðalmennskan á jafnan miklu af því svokallaða heimsláni að fagna, að vinna sér alþýðuhylli. Jafnan er það talið dauðum mönnum til gildis fyrst og seinast, að þeir hafi verið elskaðir og virtir af öllum. En mundi ekki sú „virðing" og „vinsældir“ með- almannsins mega stundum fremur kallast tómlæti og hlutleysi? Með- almaðurinn orsakar sjaldan mikið hugarrót í kringum sig. Hann grípur ekki á neinum kýlum. Hann hefir enga sára brodda í orðum og athöfn- um. Líf hans er hversdagsganga, að vísu stórmikilsverð í lífi þjóðarinnar, en á leið hans verða eftir aðeins grunn og skammæ spor, sem hverfa fljótt í stormi tímans. Alþýðuhylli, sem meðalmaðurinn nýtur í dag, er alloft ekki annað en gleymska morg- undagsins. Hún er auk þess vafa- samt heimslán. Eða mundi það ekki mega teljast vafasamt lán, þegar allt er skoðað, að hljóta einróma hylli almennings, svo misjafn sauður sem þar er í mörgu fé að gáfum og mann- kostum? Afburðamennskan á síður þessu láni almennra vinsælda að fagna. Dagur 70 ára 17

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.