Dagur - 12.02.1988, Qupperneq 19

Dagur - 12.02.1988, Qupperneq 19
Dagur markar steftiuna Afmæliskveðja frá Hermanni Sveinbjörnssyni fyrrverandi ritstjóra Það er 6. janúar árið 1980 - þrett- ándinn - og Þórsbrennan lýsir upp umhverfið í björtu, stilltu en köldu veðri. Hún sést vel úr Fokkernum þegar hann rennir inn til lendingar á Akureyri. Daginn eftir er fyrsti vinnudagur minn sem ritstjóra Dags. Oft síðan hefur mér fundist að það hafi verið hrein tilviljun sem réð ferð minni. Mér var boðinn starfinn, eftir að hafa unnið á fréttastofu Útvarps- ins um skeið. Hóf þar störf strax og lögfræðinámi lauk, en hafði áður kynnst blaðamennsku og starfað við hana á Tímanum. Einnig var það eins konar tilviljun að ég hvarf til annarra starfa hjá Sambandinu á miðju síðasta ári, eftir sjö og hálft ár í viðburðaríku starfi á Degi. í upphafi þess var Dagur miklu minni en hann er í dag, kom út tvisv- ar í viku og var átta síður að stærð. En blaðið var fast í sessi eftir þann góða grundvöll sem aðrir höfðu byrj- að að leggja fyrir réttum 70 árum. Okkur sem unnum á Degi var íljót- lega treyst fyrir því að reyna að efla blaðið að stærð og útbreiðslu. Nokk- ur skref voru tekin, prentvél stækkuð, útgáfa Helgar-Dags hófst, sett á stofn prentsmiðja og byggð upp aðstaðan í Strandgötu. Mikil- vægasta skrefið var líklegast tekið í september 1985, þegar Dagur varð að dagblaði, hinu fyrsta utan Reykja- víkur, og samfara því voru ráðnir blaðamenn í fullt starf á þremur stöðum utan höfuðstöðvanna á Akureyri. Með tilkomu dagblaðsins vorum við Dagsmenn stoltir og lái okkur hver sem vill. Og ennþá er unnið að uppbygg- ingu blaðsins, síðuflöldinn eykst og enn frekari stækkun hússins við Strandgötu er í fullum gangi. Von- Hermann Sveinbjörnsson. andi verða þessi skref og þau sem síðar verða stigin blaðinu og starfs- mönnum þess til heilla. Þó að starfstími minn á Degi hafi ekki verið lengri en raun ber vitni, hálft áttunda ár, þá var hann í raun lengri en ég hafði hugsað mér í upp- hafi. Fimm ár taldi óg vera góðan tíma í krefjandi starfi því viðhorf mitt til þess var einfaldlega þetta: Notið starfskrafta okkar eins og framast er unnt. Það var svo ekki fyrr en dag- blaðið var komið í fastar skorður, að mér fannst ég geta slakað eilítið á klónni. Og þegar svo var komið fannst mér líka orðið tímabært að fara senn að láta þessum kafla ævi minnar lokið. Því tók ég tilboði um starf í höfuðstöðvum samvinnuhreyf- ingarinnar í Reykjavík - með svolít- illi eftirsjá, einkum að þurfa að skilja við frábært samstarfsfólk. En mér fannst ég geta allvel við unað - að ég hefði komið einhverju í verk og skilið eitthvað eftir mig, þó að það verði að vísu annarra að dæma þar um. En það var líka annað sem gerði skilnað minn og Dags léttari en ella hefði getað orðið. Mér fannst ég ekki flarlægjast svo mjög hugsjónir þær sem blaðið hefur ævinlega haft að leiðarljósi. Dagur hefur alltaf verið málsvari félagshyggju og samvinnu- stefnu. Ég hef oft haldið því fram, að það sé samvinnuhreyfingin, sem rekur raunhæfustu byggðastefnuna með íjölþættri atvinnu út um landið, þar sem gróðaöflin ein og sér áttu ekki erindi og höfðu ekki áhuga. Það hefur tekið Dag langan tíma að verða það sem hann er í dag, en sígandi lukka er best. Dagur hefur alla burði og möguleika til að verða áfram sá fréttamiðill á Norðurlandi sem aðrir ljölmiðlar sækja efni sitt í - stefnumarkandi í umræðum um málefni Norðlendinga. Þannig hefur það verið og þannig mun það vera, ef rétt er á haldið. Dagur þarf að vera stefnufastur í baráttunni fyrir rétti allra landsmanna til sambærilegra kjara, öfgalaus, rökfastur og sann- gjarn í málflutningi. Þá verður eftir honum tekið. Ég óska starfsmönnum Dags, stjórnarmönnum, lesendum og öll- um velunnurum hans heilla á þess- um merku tímamótum. Hermann Sveinbjörnsson. Dagur 70 ára 19

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.