Dagur - 12.02.1988, Page 21

Dagur - 12.02.1988, Page 21
Frá Akureyri. Dagur Dagur er í hópi elstu fréttablaða landsins. Meðal þeirra skipar blaðið þann sérstaka sess að vera eina dag- blaðið utan höfuðborgarsvæðisins. Vettvangur blaðsins hefur lengst af verið Akureyri og EyjaQörður. Dagur tilheyrir þeirri kynslóð blaða sem flest hafa haft pólitíska Qölmiðlun að leiðarljósi. Blaðið hefur verið mál- svari Framsóknarflokks og sam- vinnuhreyfmgar. Hinn íslenski fjölmiðlaheimur hef- ur gjörbreyst á undanförnum árum. Nýir fjölmiölar, einkum tímarit og útvarpsstöðvar, hafa sprottið upp í fjöldavís. Aðalvaxtarbroddur hinnar nýju Qölmiðlunar hefur verið meðal svonefndrar „uppakynslóðar" í Reykjavík en vægi fjölrniðlunar á landsbyggðinni minnkað samsvar- andi. Pólitísk fjölmiðlun hefur einnig verið á undanhaldi og mörg hinna gömlu pólitísku blaða átt undir högg að sækja í aukinni samkeppni. í ölduróti Qölmiðlaheimsins síð- ustu árin hefur Dagur haldið sínu striki og aukið nokkuð útbreiðslu sína á Norðurlandi. Þar sem smæð markaðarins takmarkar mjög út- breiðslu blaðsins þarf að leita nýrra 70 ára miða til að efla blaðið enn frekar. Tvær leiðir koma einkum til greina. Önnur er sú að Dagur setji sér það markmið að verða blað allrar lands- byggðar, líkt og Jyllandsposten í Danmörku, og sé kominn í hús til áskrifenda á höfuðborgarsvæðinu eigi síðar en um hádegi samdægurs. Hin er sú að gera strandhögg meðal sjávarútvegsþjóða Norður-Atlants- hafsins og afla efnis frá t.d. Norður- Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Nýfundnalandi. Þessi lönd hafa orðið útundan í erlendum fréttum stóru fjölmiðlanna. Séu þessar tvær leiðir valdar og jafnframt dregið verulega úr pólit- ískri fjölmiölun ætti blaðið að geta eflst mikið og selst í þúsundavís á höfuðborgarsvæðinu. Það væri verð- ugt verkefni að stefna að og þar með slá á mjög ríkjandi áhrif uppakyn- slóðarinnar í Reykjavík á skoðana- myndun í landinu. Ég óska Degi innilega til hamingju með þessi tímamót í sögu blaðsins og vona að ég hafi verið blaðinu ráð- hollur í pistli þessum. Sigfús Jónsson, bœjarstjóri. Úr gömlum Degi Samgöngubót jgrir sauðfé og menn Dagur 11. okt. 1923: Eyjafjarðarbrúin er nú fullgerð að kalla. Er hún hið vandaðasta smíði og mesta samgöngubót. Hefir fjárrekstrarmönnum þótt greiðari gangur yfir ána en áður. Brúin er öll gerð af steini og járni og hvflir á steinstólp- um, sem reknir eru niður í árbotninn. Austasta brúin er lang lengst 83 metrar, miðbrú- in 55 metrar, vestasta brúin 53 m, samt. 191 metrar. í tvær kvíslarnar var aðeins hlaðin braut enda voru þær mjög grunnar. Tillaga Lárusar Rist 1918 Lárus J. Rist var fyrsti af- greiðslumaður Dags og einnig skrifaði hann stöku sinnum í blaðið á fyrstu árum þess. Lár- us var, svo sem frægt er, mikill íþróttamaður og baráttumaður fyrir hollum lifnaðarháttum. í því sambandi barðist hann gegn sívaxandi tóbaksnautn í landinu, og í grein, sem birtist 17. desember 1918, lagði hann fram svofellda tillögu: 1. Að tóbak verði einungis selt eftir kortum, líkt og nú tíðkast um nauðsynjavöru. 2. Engir skulu fá tóbakskort innan 16 ára aldurs og ekki aðrir en tóbaksmenn. 3. Þeir, sem eigi fá tóbakskort við fyrstu útbýtingu, eftir að lög hér um gengju í gildi, fái þau aldrei síðar. Varðandi fyrsta liðinn er rétt að taka fram að vegna vöru- skorts á árum fyrri heimsstyrj- aldarinnar og fyrst eftir hana, voru helstu nauðsynjavörur skammtaðar og seldar út á skömmtunarmiða eða kort, og er í tillögunni vísað til þess. En gæti ekki þessi tillaga hans Lárusar fyrir 70 árum verið í fullu gildi enn í dag? Dagur 70 ára 21

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.