Dagur - 12.02.1988, Page 23

Dagur - 12.02.1988, Page 23
Ólaf'sfjöröur. Ajmœliskveðja Á afmælum er ágætur siður að líta yfir farinn veg um leið og glaðst er yfir góðum áfanga. í ljósi líðandi stundar er þá gjarn- an horft til framtíðarinnar og reynt að meta hvað hún ber í skauti sér. Allt er þetta þarft og gott enda er nauðsynlegt að spyrja annað slagið spurningarinnar góðu „Höfum við gengið til góðs/götuna fram eftir veg?“ sem þjóðskáldið okkar Jónas Hallgrímsson bar fram í kvæði sínu „ísland“. Sé spurningunni beint að norð- lenskri blaðaútgáfu er svarið afdrátt- arlaust já. Þau blöð sem gefin hafa verið út norðan heiða hafa hvert um sig þjónað miklum tilgangi og þar hefur Dagur lengst af verið í farar- broddi. Það er mikils virði að sjónarmið okkar norðanmanna birtist sem víð- ast og áhrif þess verða seint ofmetin. Þetta hef ég oft fundið t.d. í störfum mínum fyrir Fjórðungssamband Norðlendinga. Miklum áfanga var náð þegar Dag- ur varð dagblað og trúlega vanmeta flestir þýðingu þess. Mikilvægið felst ekki fyrst og fremst í fleiri blöðum eða blaðsíðum heldur skapar það blaðinu vissan sess og eftirtekt sem er nauðsynlegt í hinu mikla framboði ýmiss konar flölmiðlunar. Úr leiðurum dagblaða er lesið í útvarpi og einnig er oft vitnað í þau á öldum ljósvakans. Þetta tryggir betur en áður að rödd okkar hljómi meðal annarra og veitir svo sannarlega ekki af í harðnandi samkeppni um athygli fólksins og baráttunni fyrir að halda höfði gagnvart höfuðborginni og nágrenni hennar. Margt fróðlegt mætti tína til úr sögu blaðsins sem nú spannar heila mannsævi og vissulega er það langur tími þótt skammt nái til fortíðar í heilli sögu lands og þjóðar. Áraíjöldinn skiptir líka litlu, mestu varðar að vera vakandi og í takt við tímann hverju sinni. Dæmin sanna að með því næst mestur árangur. Fjölnismenn sýndu þetta á sínum tíma og ég vil aftur vitna í einn þeirra sem sagði: „Það er svo bágt að standa í stað og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. " Vonandi á Dagur eftir að duga Norðlendingum vel um langa framtíð og muna nokkuð á leið. Til hamingju með afmælið. Valtýr Sigurbjarnarson bœjarstjóri. Fyrsta búslysið Þann 14. júlí 1920 gat að lesa í Degi svofellda frétt: „Bílslys vildi til á sunnudaginn var á veginum fram að Grund nálægt Kristnesi. Keyrði bflstjórinn þar óvarlega, svo að bíllinn valt fram af brautinni, en fólkið varð undir. Stúlka, dóttir Jós- eps Jónssonar keyrara, handleggs- brotnaði, en aðrir þeir er í bílnum voru sluppu lítt meiddir. Sagt er að bílstjórinn hafi ekki ver- ið algáður." Þetta er fyrsta frásögn Dags af bíl- slysi og raunar trúlegt, að orðið bfl- slys hafi ekki oft verið notað fyrir þennan tíma. Eftirtektarvert er það einnig, að þessari fyrstu frétt af bíl- slysi skuli fylgja sú athugasemd, að bílstjórinn muni ekki hafa verið al- gáður. Það hefur snemma orðið sámhengi milli áfengisnautnar og bílslysa. Dagur 10. nóv. 1920: Lögreglu- samþykkt kaupstaðarins gekk í gildi 15. júní. Hún er vönduð að prentun og frá- gangi, en sennilega dýrt augnagam- an. Aðra gagnsemi af hennar völdum þykjast menn ekki verða varir við. Bæjarbúar kvarta um það, að þeir sem á reiðhjólum fara, tendri ekki ljós og aki svo á hvað sem fyrir er í myrkrinu, jafnvel á sjálfan lögreglu- stjórann. 54. grein samþykktarinnar mælir svo fyrir, að ljós skuli tendruð á reiðhjólum um sama leyti og á götuljóskerum. Nú hafa hjólamenn þá afsökun, að aldrei er kveikt á götuljóskerum, enda engin auglýsing sést um það frá lögregluvaldinu, hve- nær kveikja skuli á bifreiðum og reiðhjólum. Dagur 70 ára 23

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.