Dagur - 12.02.1988, Page 27

Dagur - 12.02.1988, Page 27
Hermann Sveinbjörnsson var rit- stjóri Dags frá ársbyrjun 1980 til miðs árs 1987, eða samfleytt í sjö og hálft ár. Hermann Sveinbjörnsson fœddist 5. mars 1949 í Neskaupstað, sonur hjónanna Laufeyjar Guðmundsdótt- ur og Sveinbjörns Sveinssonar útgerðarmanns og skipstjóra. Her- mann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1969 og lauk lögfrœðiprófi frá Háskóla Islands árið 1977. Hann starfaði sem blaða- maður á Tímanum með náminu en var ráðinn fréttamaður hjá Ríkisút- varpinu haustið 1977. Par starfaði hann í rúm þrjii ár, eða þar til hann flutti norður og tók við ritstjórastarf- inu á Degi. Hermann lét til sín taka á fleiri sviðum fjölmiðlunar en blaðaútgáfu. Hann var einn frumkvöðla að stofn- un Samvers hf. og þá átti hann sœti í undirbúningsnefnd að stofnun svœðisútvarps á Akureyri. Ilermann var ráðinn kynningarfulltrúi Sam- bands íslenskra samvinnufélaga í júní 1987. Áskell Þórisson er annar tveggja náverandi ritstjóra Dags. Áskell Þórisson erfœddur á Akur- eyri þann 19. mars 1953 sonurhjón- anna Dóru Ólafsdóttur og Þóris Áskelssonar. Hann starfaði um skeið hjá Tímanum í Reykjavík en gerðist blaðamaður hjá Degi í byrjun árs 1978, hvarf til Reykjavíkur fimm árum síðar og var þar framkvœmda- stjóri Sambands ungra framsóknar- manna árin 1983-84. Á árunum 1984-87 var Áskell blaðafulltrúi og starfsmannastjóri KEA, en hóf að nýju starf hjá Degi sem ritstjóri um mitt ár 1987. Áskell lauk verslunar- prófi frá Samvinnuskólanum að Bifröst og var við nám í Englandi í tvö ár. Eiginkona Áskels er Vilborg Aðal- steinsdóttir. Bragi V. Bergmann er annar tveggja núverandi ritstjóra Dags. Bragi V. Bergmann fœddist íKópa- vogi 22. október 1958, sonur hjón- anna Vilhjálms Sigurjónssonar og Erlu Bergmann. Hann varð stúdent frá Kennaraskólanum vorið 1977 og lauk B.ed. prófi frá Kennaraháskóla íslands vorið 1980. Hann var kenn- ari við Glerárskóla á Akureyri um fimm ára skeið, frá 1980 til 1985. Haustið 1985 hóf hann störf sem blaðamaður á Degi, en hafði áður annast greinaskrif í blaðinu um nokkurra ára skeið. Bragi var ráð- inn ritstjórnarfulltrúi Dags 1. júlí 1986 og ritstjóri í byrjun júní á síð- asta ári. Sambýliskona Braga er Dóra Hartmannsdóttir. Dagur 70 ára 27

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.