Dagur - 12.02.1988, Qupperneq 28

Dagur - 12.02.1988, Qupperneq 28
Ágrip afsöguDags í 70 ár Fjaran á Akureyri. Næst sjónum standa Aðalstræti 19, hús Sigurðar Hjörleifssonar læknis, byggt árið 1904 og sunnan við það (fjær) Bæjarhúsið, byggt árið 1900. Það var riflð árið Mynd: Hallgrímur Einarsson. Fyrstu ár þessarar aldar var þjóðin upptekin af frelsisbaráttunni við Dani, svo sem einnig hafði verið á öldinni áður með flesta þá, sem ein- hverja stund höfðu til að láta hugann hvarfla frá erfiðu búskaparbasli. All- ir stefndu að einu og sama marki, sjálfstæði þjóðarinnar, en skiptust í flokka um leiðir til að ná því marki. Um aðra stjórnmálabaráttu var tæp- ast að ræða, enda miðaði grátlega seint á framfarabrautinni. Mestur hluti landsmanna bjó í sveitum, en búskaparhættir höfðu litlum breyt- ingum tekið um aldir. Bústaðir manna og skepna voru moldarkofar, samgöngur nánast óþekkt orð. En frjókorn ýmissa hugsjóna voru tekin að berast utan úr hinum stóra heimi og sum hver tekin að spíra og jafnvel að skjóta rótum. í sumum landshlutum a.m.k. voru augu bænda tekin að opnast fyrir gildi samvinnu í verslunarmálum og hugsanlega á fleiri sviðum, nokkur kaupfélög höfðu verið stofnuð, þau fyrstu fyrir aldamót og kannski án þess að nokkur samvinnuhugsjón af erlendum rótum kæmi þar við sögu. - Fámennar stéttir tímavinnufólks á helstu verslunar- eða útgerðar- stöðunum voru á svipuðu róli og bændurnir. Heyrst hafði af því að úti í löndum hefði slíkt vinnufólk með sér félagsskap til að tryggja afkomu sína, þeir áræðnustu voru teknir að beita sér fyrir stofnun verkamanna- félaga. - En það sem sköpum skipti var þegar ungmennafélagahreyfing- in barst hingað til lands frá Noregi 1906. Á ótrúlega skömmum tíma opnuðust augu æskufólks fyrir því, að lífið gæti verið og ætti að vera eitthvað meira en samfellt brauðstrit myrkranna á milli, og svefn. Kjörorð ungmennafélaganna var íslandi allt, og markmiðið ræktun lýðs og lands. Líf æskufólksins öðlaðist nýja fyll- ingu, það lærði að vinna í félagi að sameiginlegum markmiðum og 1978. hugsa hátt, ávann sér félagsþroska og sá að með samvinnu mátti lyfta þeim Grettistökum, sem enginn einn gat nokkru sinni lyft. Þegar kom fram á miðjan annan áratug aldarinnar, var séð að til úr- slita dró í deilunum við Dani, fullur sigur íslendinga var í sjónmáli. En það var ekki nóg að fá sjálfstæði þjóðarinnar viðurkennt. Öllum þeim, er eitthvað hugsuðu fram á veginn var ljóst, að fengnu frelsi urðu að fylgja framfarir. Nú þurfti að beina kröftunum fyrir alvöru að ræktun lands og lýðs. Og þá fóru menn að skiptast í stjórnmálaflokka eftir því hvaða leiðir þeir vildu fara í fram- farabaráttunni og hvaða markmið þeir vildu setja sér og þjóðinni allri. Þegar hér er komið sögu voru tveir stjórnmálaflokkar starfandi í land- inu, Heimastjórnarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur. Milli þessara flokka skiptust menn eftir því hvaða leiðir þeir vildu leggja áherslu á í sjálf- stæðisbaráttunni. Nú var tími þess- ara flokka senn á enda runninn og nýir tóku að myndast. Alþýðuflokk- urinn var stofnaður 12. mars 1916, byggði stefnu sína á sósíalisma og jafnaðarstefnu og studdist einkum við ört vaxandi verkalýðshreyfingu. Framsóknarflokkurinn var svo stofn- aður 16. desember sama ár, byggði stefnu sína á frjálslyndi og hugsjón- um samvinnuhreyfingarinnar og kappkostaði að njóta stuðnings bændastéttarinnar í landinu. fhalds- menn urðu nokkru seinni til að ná saman í einum flokki, en íhaldsflokk- 28 Dagur 70 ára

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.