Dagur - 12.02.1988, Side 31

Dagur - 12.02.1988, Side 31
svo á, og vinna samkvæmt því, - að einstaklings framtak og almennings hagsmunir geti farið saman. Umfram allt vill Dagur hlynna að allri samvinnu, sem til heilla horfir fyrir þjóðina. Ekki eingöngu sam- vinnu þeirra manna, sem vegna svipaðrar aðstöðu geta þá frekar, með sameinuðu átaki, velt þungum steinum, heldur einnig þeim flokkum manna, sem virðast þurfa að sækja hlut sinn hvor undir annars vopn, eins og nú er málum skipað. Má þar til nefna verkamenn og vinnuveit- endur.“ „Dagur vill, ef hægt væri, ýta við ábyrgðarmeðvitund manna. Hann teldi sig ekki fara erindisleysu til les- enda, ef einhverjum yrði þá ljósara en áður, að hann er einstaklingur þjóðar, sem öll þarf að bjargast, og að hann ber fulla hlutdeild í ábyrgð- inni fyrir því, að það takist. Hverjum einstaklingi þarf að verða það ljóst, að hvert verk, sem unnið er, heflr í sér fólgið meira eða minna af hag eða óhag allrar þjóðarinnar, eftir því hversu til þess er stofnað. Fram- koma hvers manns og verk hans, verka um óravegu í þjóðfélaginu, hvort heldur hann etur afli við stór- sjóa eða brýtur moldina til mergjar. Það er skylda hvers manns að standa fast fyrir, þar sem honum er skipað til verks og láta hvert handtak notast vel. Ekki með það eitt fyrir augum að bjarga sér, heldur og þjóð sinni.“ „Dagur væntir sér styrks á einn eða annan hátt þeirra manna, sem líta svo á, að samvinnustefnan og Hafnarstræti 90. Þar var Dagur til húsa um áratuga skeið. hófleg framsókn í stjórnmálum þurfi að eiga málsvara hér norðan lands.“ Útlit blaðsins og uppsetning efnis er mjög með sama hætti og áður var. Það sem beint er hægt að flokka und- ir fréttir, er af mjög skornum skammti og í afar samþjöppuðu formi. Ritstjórnargreinar eða for- ustugreinar eru engar í þeirri mynd, sem við þekkjum þær frá síðari ára- tugum. Hins vegar má segja, að verulegur hluti blaðsins séu rit- stjórnargreinar, þ.e.a.s. skrif ritstjór- ans um helstu áhugamál hans og baráttumál, og er þá oftar en hitt ekki aðeins litið til líðandi stundar heldur og til lengri eða skemmri framtíðar. Hugðarefnin eru mörg og á mörgu tekið til að hvetja lesendur og þjóðina alla til dáða. Ritstjórinn er náinn vinur og samherji nafna síns Jónasar Jónssonar, sem nú er farinn Miðbærinn árið 1931. Fremst sést hvar útgröftur er hafinn á grunni Hótel KEA. Til vinstri er nýbyggt verslunar- og skrifstofu- hús KEA. Fyrir miðju eru verslanirnar París, reist árið 1913 og Hamborg, reist árið 1909. Þessar verslanir áttu bræðurnir Sigvaldi og Jóhannes Þorsteinssynir, en þeir ráku áður verslunina Beriín í Aðal- Stræti 10. Mynd: Hallgrímur Einarsson. að láta verulega tij sín taka í þjóð- málabaráttunni. Áhugamál þeirra fara saman og hugur beggja er frjór. Ekki er vafi, að frá Jónasi Þorbergs- syni hafa komið ýmsar hugmyndir og tillögur, sem Jónas Jónsson síðar tók upp á sína arma og barðist fyrir að breyta í veruleika. Því að þó svo, að Jónas Jónsson væri snjall, þá kviknuðu ekki allar hugmyndir að baráttumálum hans í hans eigin huga, heldur var hann og manna snjallastur að grípa á lofti góðar til- lögur annarra manna. Nokkuð er um aðsendar greinar í Degi á ritstjórnartíma Jónasar Þor- bergssonar, en mjög mikið af lesmáli blaðsins skrifar hann þó sjálfur. Fyrirsagnir eru sem áður lítt áber- andi, en síðurnar því betur nýttar til að koma sem mestu efni á framfæri. Út af þessu bregður þó í nóvember 1920. Séra Matthías Jochumsson varð hálfníræður 11. nóvember, og er þess minnst í blaðinu 17. nóvember undir eins dálks fyrirsögn, en greinin sjálf með stærra letri en venja var. En 18. sama mánaðar var Matt- hías allur, og forsíða Dags 24. nóv- dreifar, Móðir, kona, meyja (kvenna- Fyrirsögnin tekur yfir alla forsíðuna, og er þó látlaus: „Séra Matthías Jochumsson." Það er í fyrsta skipti, sem svo mikið er haft við í blaðinu að Dagur 70 ára 31

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.