Dagur - 12.02.1988, Síða 33

Dagur - 12.02.1988, Síða 33
forsíðu og á annarri síðu voru all- stórar og m|ög vel prentaðar myndir af Ragnari Olafssyni formanni Verk- smiðjufélagsins á Akureyri, Aðal- steini Halldórssyni fyrsta fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar, og Jónasi Þór þáverandi framkvæmda- stjóra. Þetta eru sem sagt fyrstu myndirn- ar, sem birtust í Degi, en lengi eftir þetta voru myndir harla fáséðar í blaðinu, jafnvel svo að heilu árin liðu án þess að nokkur mynd birtist. En tíminn líður, og þegar kemur fram á mitt ár 1927 fer að losna um Jónas Þorbergsson í ritstjórastóli Dags. Þann 16. júlí sigldi hann til Danmerkur og dvaldi þar um tíma. í fjarveru hans annaðist Brynleifur Tobíasson kennari ritstjórnina. Bryn- ieifur var á þessum árum áhugasam- ur framsóknarmaður, sat sem full- trúi flokksins í bæjarstjórn Akureyr- ar um fimm ára skeið og var nokkr- um sinnum í framboði fyrir flokkinn í Skagafj arðarsýslu. Síðar á æviferl- inum snerust hugmyndir hans í stjórnmálunum allmjög á annan veg. Á meðan Brynleifur sá um ritstjórn- ina andaðist Geir Sæmundsson vígslubiskup, og er hans minnst í blaðinu á sama hátt og séra Matthí- asar áður, með innrammaðri for- síðugrein og fyrirsögn yfir þvera síðu. Síðasta dag ágústmánaðar kom Jónas ritstjóri heim úr utanför sinni, og í blaðinu 17. september má lesa þessa frétt: „Ritstjóraskipti eru ákveðin við Tímann. Tryggvi Þórhallsson lét af ritstjórnarstörfum um leið og hann gerðist forsætis- og atvinnumálaráð- herra. Við ritstjórn blaðsins tekur Jónas Þorbergsson ritstjóri Dags. Hallgrímur Hallgrímsson sagnfræð- ingur gegnir ritstjórastörfum til bráðabirgða." Og í næsta blaði, þann 22. sept- ember, kveður Jónas Þorbergsson. Hann segir þá m.a.: „Þrátt fyrir ýmsa örðugleika hefir starfið verið mér ánægjulegt í flest- um greinum. Ber það einkum til, að ég hefi getað starfað af fullri sann- færingu fyrir gildi þess málstaðar, sem ég hefi barist fyrr. Ég hefi aldrei þurft að vega um öxl. Og þar sem mér kann að hafa fatast, verður um kennt hæfileikabresti mínum og engu öðru. Deilum og yfiraustri margra and- stæðinga hefi ég getað tekið með jafnaðargeði. Ýmsa þeirra hefi ég getað virt mikils. Kalalaus get ég kvatt þá alla og árnað þeim heilla. Flokksbræður mína, eigendur og umráðamenn blaðsins vil ég sérstak- lega áminna um að láta ekki niður falla varnir fyrir málstaðinn og sókn í þeim þjóðþrifamálum, sem flokkur- inn beitist fyrir. Það er ekki tilviljun að öruggustu vígi Framsóknarflokks- ins eru þar, sem bæði blöð hans hafa hlotið mesta útbreiðslu. Fjórðungs- Fyrirsagnaletrið, eins og það var á árum áður. Allt handsett og raðað í haka. Þá var hægara sagt en gert að breyta einhverju á síðustu stundu... blöðin hljóta, nú orðið, útbreiðslu á takmörkuðum svæðum. En þar sem þau eiga land til yfirsóknar, verða áhrif þeirra engu minni en aðalblað- anna. Veldur því nánara samband þeirra við íbúa og málefni næstu hér- aða. Sem dæmi skal ég nefna heilsu- hælismál Norðurlands. Hiklaust tel ég, að fyrir áhrif Dags hafi risið sú alda, sem hefir nú borið það í höfn.“ Heilsuhæli Norðurlands í Kristnesi var vígt skömmu síðar eða þann 1. nóvember 1927. Það er ekki að til- efnislausu, að Jónas Þorbergsson nefnir heilsuhælið sérstaklega í kveðjuorðum sínum. Hann var frum- mælandi á stofnfundi Heilsuhælisfé- lags Norðurlands 22. febrúar 1925 og hann beitti Degi óspart til að hvetja fólk til átaka og þátttöku í þeirri umfangsmiklu fjársöfnun, sem fram fór um allt Norðurland til að gera hugmyndina um hælið að veru- leika, en það er trúlega almennasta og mesta fjársöfnun, sem fram hefur farið á Norðurlandi, ef ekki á íslandi öllu. Hvítidauði var alvarlegasta plága og versti vágestur, sem herjaði á landsmenn á þessum tíma, og hver sem var þess umkominn að leggja eitthvað af mörkum, var tilbúinn að gera það, ef verða mætti til að sigrast á plágunni miklu. Baráttumál Jónasar Þorbergsson- ar voru mörg, en í huga hans sjálfs bar heilsuhælismálið hæst, og það hlýtur einnig að verða efst á blaði, hvenær sem hans er minnst. Þórólfs þáttur Sigurdssonar Brottför Jónasar Þorbergssonar frá Degi hefur trúlega ekki átt sér langan aðdraganda, og nú stóðu aðstand- endur blaðsins uppi ritstjóralausir. Fráfarandi ritstjóri og stjórn útgáfu- félagsins brugðu þá á það ráð að leita eftir því við Þórólf Sigurðsson, bónda á Baldursheimi í Mývatns- sveit, að hann tæki starfið að sér í bili. Þórólfur féllst á að ritstýra blað- inu vetrarlangt. Þann tíma, sem leið frá því Jónas hvarf á braut og þar til Þórólfur gat komið til starfa, annað- ist stjórn útgáfufélagsins sjálf um útgáfu blaðsins, en í stjórn Útgáfufé- lags Dags áttu þá sæti: Ingimar Eydal kennari, Árni Jóhannsson verslunar- maður og Einar Árnason alþingis- maður. 28. október 1927 kemur svo fyrsta blaðið út undir ritstjórn Þórólfs Sig- Dagur 70 ára 33

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.