Dagur - 12.02.1988, Side 35

Dagur - 12.02.1988, Side 35
í menntuðu landi, en umfram allt vill hann vera víðsýnt blað, sem lætur sig varða um heillir og hag alþjóðar ekki síður en einstakra stétta og héraða, og sem ekki síður ber andlegar fram- farir fyrir brjósti, en eílingu atvinnu- veganna.“ Það flýgur í hugann við lestur síð- ustu orðanna þarna hjá hinum nýja ritstjóra, að honum hafi fundist hin andlegu málefni eiga of lítið rúm í blaðinu miðað við öll skrifln um verklega uppbyggingu og framfarir í atvinnumálum á þessum tíma, enda er strax í næstu blöðum farið að skrifa meira um bækur og stefnur í mennta- og menningarmálum en áður hafði verið. Þar með var enn aukið á fjölbreytni í efnisvali. Friðrik Á. Brekkan starfaði við blaðið í rétt tvö ár. Hann lét af störf- um í október 1930 og fluttist þá til Reykjavíkur. Farið að ræða stækkun Dagur hafði nú komið út um árabil einu sinni í viku og oftast Qórar síður, stöku sinnum þó aðeins tvær. En í fyrsta blaði ársins 1930, þegar 13. árgangur hefst, segir í ávarpi til lesenda: „Nánustu aðstandendur blaðsins hafa mjög í hyggju að stækka það að miklum mun, þegar fært þykir Qárhagsins vegna.“ Jafn- framt er mjög þung áhersla lögð á það, að framtíð blaðsins velti á skil- vísi kaupenda, en lesa má á milli lín- anna að talsvert skorti á að hún sé í nógu góðu lagi, „og ættu allir fram- sóknar- og samvinnumenn fyrst og fremst að bindast samtökum um að uppræta þann ósið sín á meðal“. Stækkunin er því ekki alveg tímabær að svo stöddu. 25. apríl þetta ár er þó tilkynnt, að fyrst um sinn muni blaðið koma út tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Sú ráðstöfun stóð þó ekki nema um tveggja mánaða skeið og hefur sennilega verið gerð með hliðsjón af kosningum, sem fram- undan voru. Alls komu út 67 blöð á árinu 1930. Enn þurfti að bíða um sinn eftir varanlegri stækkun eða fjölgun útgáfudaga. Viðburðaríkt ár Árið 1930 var viðburðaríkt á íslandi. Á Þingvöllum við Öxará minntust landsmenn þúsund ára afmælis Alþingis. í Eyjafirði minntust menn 50 ára afmælis Gagnfræðaskólans norðlenska og Kaupfélag Eyfirðinga hóf deildaskipta verslun í mesta verslunarhúsi á íslandi. í Reykjavík sprengdu Morgunblaðsmenn „stóru Úr myndasafni Dags. Flogið yflr Grímsey. bombuna" og boðuðu landslýð þann fögnuð, að dómsmálaráðherrann væri brjálaður. Um alla þessa merk- isatburði var að sjálfsögðu ítarlega fjallað í Degi. M.a. birtust í blaðinu tvær af frægustu blaðagreinum Jón- asar Jónssonar dómsmálaráðherra. Eftir lestur þeirra andaði alþýða manna léttar og fagnaði því, að sprengja Morgunblaðsmanna hafði ekki hitt í mark. Þegar ráðherrann ferðaðist um Þingeyjarsýslu síðar á árinu, var honum fagnað sem þjóð- hetju. Sigfús Halldórs frá Höfnum Tíminn líður og Ingimar Eydal rit- stýrir Degi með sóma, breytingar á útliti blaðsins og uppsetningu eru ekki miklar, en Ingimar er iðinn við að fá hina ágætustu menn til að skrifa í blaðið og það nýtur vinsælda. í upphafi árs 1934 er loks ráðinn nýr aðstoðarmaður. Sigfús Halldórs frá Höfnum, sem haustið 1930 flutt- ist til Akureyrar vestan um haf og tók við skólastjórn Gagnfræðaskólans á Akureyri, sem þá var nýr af nálinni, verður nú fréttaritstjóri Dags. Áður en Sigfús flutti til Akureyrar hafði hann verið ritstjóri Heimskringlu í Winnipeg. En jafnframt ráðningu Sigfúsar er tilkynnt um stækkun á blaðinu, „þannig að heilt blað kemur út á hverjum fimmtudegi eins og áður, og auk þess tvö blöð hálf, annað á þriðjudögum, hitt á laugardögum; kemur blaðið þannig ýt annan hvern virkan dag hverrar viku og työfaldast því að stærð frá því, sem áður hefir verið.“ • » * Veruleg breyting verður nú á efni blaðsins. Það er ljóslega stefnt að því að gera blaðið að miklu meira frétta- blaði en áður hefur verið, fréttarit- stjórinn ætlar að standa undir nafni, og gerir það. Innlendar fréttir aukast til muna, en jafnframt er farið að birta erlendar fréttir í stórum stíl og einstakar greinar um ýmisleg málefni úti í hinum stóra heimi. Forsíðan er nú yfirleitt öll tekin undir fréttir og stundum meginhluti blaðs- ins. Erlendar fréttir höfðu ekki áður verið í Degi nema sem einstakar setningar, en sjónsvið fréttaritstjór- Dagur 70 ára 35

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.