Dagur - 12.02.1988, Síða 36

Dagur - 12.02.1988, Síða 36
Kaupfélag Eyfirðinga stóð að um nokkur ár, og er frásögnin að mestu í því sama viðtalsformi, sem nú má daglega s]á á síðum ílestra blaða og tímarita. í inngangi ritstjórans segir m.a.: „Herra Erlingur Davíðsson, bú- fræðingur og kornyrkjumaður, veitir kornræktinni í Klauf forstöðu á yflr- standandi sumri. Hann hefir áður unnið að slíkri ræktun á hinum nafn- kunna stað, Sámsstöðum í Fljótshlíð." Og í niðurlagi segir: „Að svo mæltu þakkar Dagur E.D. fyrir upplýsing- arnar og lætur jafnframt í ljósi þá ósk að fá að heyra meira frá honum síðar um þetta merkilega mál. Því tekur hann prýðilega og svipur hans ljómar af áhuga og starfsgleði.“ Og Dagur átti vissulega eftir að heyra meira frá E.D., ekki bara um kornyrkju heldur og flest milli him- ins og jarðar, og svipur hans átti oft eftir að ljóma af áhuga og starfsgleði. í upphafi árs 1940 skrifaði annar maður viðamikinn greinaílokk í Dag um Heimssýninguna í New York og þátt Norðurlandaþjóðanna í henni. Sá maður var Haukur Snorrason, sem var aðstoðarmaður Vilhjálms Þórs við að koma upp íslandsdeild sýningarinnar, og sá hinn sami Haukur átti eins og E.D. eftir að koma mjög við sögu Dags og setja sitt svipmót á blaðið. Við bryggju á Raufarhöfn. Áherslur í fréttaflutningi blaðsins hafa breyst með tímanum. Framan af var mest áhersla lögð á fréttir frá Akureyri og sveitum Eyjaljarðar en í dag er leitast við að spanna Norðurland allt í fréttaflutningi. Prenttækninni hefur fleygt mjög fram á skömmum tíma. Það eru ekki nema um 12 ár síðan hætt var að setja meginmál blaðsins með þessum hætti, þ.e. í blýi. ans nær vítt um lönd. Kemur þar margt til. Sigfús Halldórs var víðför- ull maður, hafði ferðast viðar um lönd en flestir íslendingar á þessum tíma, ljóst er að hann hefur keypt og lesið eitthvað af erlendum blöðum, og auk þess var nú útvarpið komið til sögunnar og hægt að fylgjast með erlendum fréttum þar. 1. febrúar 1930 skrifar Jónas Jónsson í Dag og fagnar stækkun blaðsins: „Það eru mikil gleðitíðindi öllum samvinnumönnum hér á landi að sjá Dag stækka og verða stærsta blað á Norðurlandi. Það er eðlileg afleiðing af því sterka félagsmálastarfi, sem fram hefir farið í EyjaQarðarsýslu og Akureyri, síðan Hallgrímur Kristins- son endurnýjaði Kaupfélag Eyflrð- inga.“ Síðan ræðir Jónas nauðsyn á stækkun Akureyrar og ýmsar umbætur í bæjarlífinu, og lýkur skrifl sínu þannig: „Ég hefl drepið á stækkunarþörf Akureyrar í sambandi við stækkun Dags. Ég vona að þar í milli verði náin samvinna, auk þess sem Dagur mun ekki fremur en áður gleyma umbótamálum héraðanna.“ Auk þess sem Dagur verður nú mun meira fréttablað en áður, verð- ur um þessar mundir sú breyting á, að farið er að leggja meira upp úr fyrirsögnum, þær verða algengar tveggja dálka og oft á tíðum þriggja dálka, en síðan skiptist í fióra dálka. Á árinu 1934 komu út 148 blöð af Degi. En Adam var ekki lengi í Para- dís. í byrjun árs 1935 hefur útgáfu- stjórnin tekið þá ákvörðun að draga saman seglin vegna Qárhagsörðug- leika, útgáfa blaða eins og annarra fyrirtækja gangi illa á erfiðum tímum, en „strax og ástæður leyfa, mun blaðið færast í aukana aftur“. Við apríllok 1935 hverfur nafn fréttastjórans af baksíðu Dags. En Ingimar Eydal heldur sínu striki og Dagur heldur áfram að koma út, mjög reglulega og án nokk- urra stökkbreytinga. Myndir eru sjaldséðar og viðtöl að kalla óþekkt. Oft kom þó fram, að rit- stjórinn hafði átt viðræður við ein- staka menn um ákveðin málefni og lét álit þeirra og skoðanir koma fram, en þá jafnan sem endursögn, en ekki orðrétta ræðu, hvað þá að birtar væru þær spurningar, sem hann hafði fært fram. Út af þessu bregður þó 10. ágúst 1939. Þá er á forsíðu blaðsins stutt frásögn af kornræktinni í Klauf, sem 36 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.