Dagur - 12.02.1988, Síða 47

Dagur - 12.02.1988, Síða 47
Dagur verður dagblað. Frá ritstjórnarfundi 26. september 1985, þegar þeim merka áfanga var náð. Talið frá vinstri: Kristján Kristjánsson, Gestur Einar Jónasson, Áslaug Magnúsdóttir, Margrét Þóra Þórsdóttir, Hermann Sveinbjörnsson, Gísli Sig- urgeirsson og Bragi V. Bergmann. þess nú unglegri og ferskari en oftast hefur verið, og um stjórnvölinn halda ungir menn og áhugasamir. Og fremur virðist afmælisbarnið þjást af vaxtarverkjum en elliglöp- um, því að húsnæði blaðsins, sem flutt var í 1982, er fyrir löngu orðið allt of lítið. Því er nú verið að byggja nýtt stórhýsi, sem hýsa á ritstjórnina og annað starfslið blaðsins, og jafn- framt verið að auka við húsnæði Dagsprents, sem auk þess að prenta Dag mun í framtíðinni sinna marg- víslegum öðrum verkefnum. Engin sólarmerki benda til annars en dagblaðið Dagur eigi eftir að dafna vel um ókomna daga, vonandi alltaf trútt upphaflegum hugsjónum og baráttumálum, en jafnframt tilbúið tii að laga sig hverju sinni að breytt- um tímum og breyttum þörfum, framsækið framsóknarblað, en þó hæfilega íhaldssamt og minnugt þess, sem vel hefur verið gert á liðn- um tíma. Prentararnir Ársæll Ellertsson og Sigurður Vatnsdal (fjær) virða fyrir sér fyrstu ein- tökin af dagblaðinu Degi. Dagur 70 ára 47

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.