Dagur - 12.02.1988, Síða 48

Dagur - 12.02.1988, Síða 48
TorsMlm bœjanöjh og skrípanöjh Meðal þeirra, sem oft áttu greinar- korn í Degi á fyrstu árum blaðsins, var Steingrímur Matthíasson læknir, og raunar skrifaði hann af og til í blaðið um langt árabil. Flestar voru greinar Steingríms um eitthvað það er snerti heilbrigðismál og svo um bókmenntir, en margt fleira kom við sögu hjá honum. Má segja, að skrif læknisins beri því glögglega vitni, að hann var maður, sem lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hér fer á eftir upphaf greinar, er birtist í Degi 13. júlí 1922 undir þeirri yfirskrift, sem er hér að ofan. Útkoma ritverks um bæjanöfn í Skagafirði hefur í þetta skipti orðið lækninum tilefni til að grípa pennann: „Það mun vera farið að komast inn í þjóðarmeðvitund, að óæskilegt sé að láta skíra börn í nafni heilagrar þrenningar afkáralegustu skrípa- nöfnum eins og t.d. Friðsvunta, Fimmsunntrína og Almannagjá! Hins vegar hygg ég að til skamms tíma hafi það verið leyndarmál nema í stöku sveitum, að til væru bæir, sem heita öðrum eins nöfnum og þessum: Fiallstrunta, Skinntík, Roðgúll, Brók, Gónandi, Sperðill, Viðbjóður og Vjí- leysa! Mörg fleiri bæjarónefni teiur Margeir Jónsson upp í riti sínu: Tor- skilin bæjanöfn í Skagafjarðarsýslu. Eru sum þeirra svo klúr, að maður getur varla kinnroðalaust nefnt þau upphátt í margra áheyrn, hvað þá heldur á prenti í virðulegu blaði (nema ef vera skyldi t.d. inni í miðri pólitískri skammagrein). Par sem ég ólst upp voru mörg ein- kennileg kotanöfn eins og þessi vísa vottar: „Eru kotin Odda hjá Ekra, For og Strympa, Vindás, Kumli, Kragi þá kemur OddhóII skammt þar frá. “ Og lengra burtu frétti ég um bæi sem hétu Pula, Pjatla, Blábringa, Vestannepja o.s.frv. Það var þó fyrst hér norðanlands, sem ég tók eftir hve menn afbökuðu herfilega ýms bæjanöfn með latmælgi og af bjána- skap. Get ég ekki lýst því hve mér var hvimleitt að heyra hvernig sumir karlar misþyrmdu móðurmálinu eins og t.d. þegar þeir sögðu og segja enn: Krýnastaðir fyrir Krónustaðir, Skálstaðir fyrir Skálastaðir, Böggu- staðir fyrir Böggversstaðir. Og enn verr var mér við, þegar ég heyrði þá segja: „Ég ætli út í Möðruvallni" eða „Ég ætli fram í Stokkahlaðnf'. - Mér lá við að gefa þeim utanundir. Bæði fannst mér það hreinasta skrælingja- háttalag að leyfa sér að nota viðteng- ingarhátt í svo beinni viðræðu, og svo bæta gráu ofan á svart með því að afbaka bæjanafnahneiginguna, sem átti að vera meðfædd hverjum meðalskussa.“ Colibri í stórum pðkkum á 65 aura Úr myndasafni Dags. Kópasker í vetrarríki. 48 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.