Börn og menning - 2019, Blaðsíða 4

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 4
Mynd jólanna Ragnheiður Gestsdóttir Ætli því sé ekki þannig farið um okkur flest að þegar við hugsum um jólin þá streyma minningarn- ar samstundis fram úr hugskot- inu. Öll skilningarvitin koma við sögu, við köllum fram hljóð, lykt, snertingu, myndir. Auðvitað eru persónulegar minningar sterkastar, minningar tengdar atburðum og ekki síst fólkinu í lífi okkar. En hugmyndir okkar um hvað og hvernig jól eigi að vera eru ekki bara byggðar á því sem við höfum sjálf lifað. Menningarbundnar staðalmyndir jólanna hafa birst okkur svo oft og svo lengi að við ber- um eigin upplifun alltaf saman við þær á einn eða ann- an hátt, meðvitað eða ómeðvitað. Eru jólin okkar eins og þau eiga að vera? Eru þau nógu glitrandi og skær? Eru þau nógu hlýleg og friðsæl? Eru þau kannski of yf- irborðsleg? Við hvað miðum við? Hvaða myndir koma upp í hugann? Eru það auglýsingar og lífsstílsmyndir dagsins í dag eða eru það jólamyndir bernskunnar? Jólahald var ekki myndgert hér á landi fyrr á öldum frekar en annað úr daglegu lífi. Mynd jólanna var áður eingöngu bundin fæðingu frelsarans, en slíkar myndir voru ekki einu sinni ýkja algengar í kirkjunum. Pína og dauði Krists var þar vinsælla myndefni en fjölskyld- an litla í fjárhúsinu. Vissulega hefur söfnuðurinn getað kallað sínar eigin myndir fram í hugann þegar jóla- guðspjallið var lesið og sálmarnir sungnir, það var eflaust auðveldara að ímynda sér þennan atburð en flesta aðra sem presturinn greindi frá. Fjárhús þekktu auðvitað allir, jötur og reifuð ungbörn. En það er ekki fjárhúsið í Betlehem sem við berum okkar eigin jólaupplifun saman við, heldur ímynd jólahaldsins. Fjölskyldan sem situr saman við jólatréð, börn við kertaljós, jólasveinar á ferð með poka um öxl. Hvenær byrjuðu þessar mynd- ir að festa sig í sessi og skapa viðmið sem hafa jafnvel ennþá áhrif? Jólakort og julenisser Fyrstu myndirnar sem við myndum kalla jólamyndir bárust í hendur almennings hérlendis í lok nítjándu aldar. Þá fóru að fást jólakort í íslenskum verslunum. Þeir sem gátu nálgast dönsk blöð á borð við Illustreret Tidende hafa þó séð myndir af jólahaldi danskra betri borgara aðeins fyrr, til dæmis birtist í því blaði mynd af fólki sem dansar kringum ljósum prýtt jólatré á jóladag árið 1859, en þá var siðurinn að skreyta jólatré farinn Fyrstu myndirnar sem við myndum kalla jólamyndir bárust í hendur al- mennings hérlendis í lok nítjándu aldar.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.