Börn og menning - 2019, Blaðsíða 12

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 12
Börn og menning12 handritið vélritað á velkt og gulnuð blöð, leikmyndin sú sama ár eftir ár (torfbær úr óstöðugum, linkulegum pappa) og óskrifuð regla að sjötti bekkur skyldi setja upp þennan sama leikþátt á ári hverju. Greinarhöf- undur var erfitt barn og uppreisnargjarnt og dró í efa skemmtilegheitastuðul verksins og listrænan metnað þess að sýna síendurtekið efni, en allt kom fyrir ekki. Ef til vill er lærdómurinn sá að hefðir ættu ekki að fá að standa hefðarinnar vegna! Galsafengin leikhúshefð Breta Ef helgileikurinn stendur fyrir leikræna túlkun á helgi jólanna þá er breska panto-formið sannarlega hinum megin á rófinu. Sú sérstaka, rótgróna og afar vinsæla hefð gengst upp í sprúðlandi fjörinu sem hátíðarnar kveikja innra með okkur. Panto-sýningarnar sem Bretar flykkj- ast á í dag koma utanaðkomandi gjarnan spánskt fyrir sjónir en eiga sér þó rætur í hinum forna látbragðsleik og gamanleikjum Ítala sem hverfðust um fastmótaðar persónur á borð við hinn gráðuga Pantalone og elsk- endurna Colombinu og Arlecchino. Englendingar tóku gamanleikjum meginlandsins fagnandi og gerðu að sín- um; orðalaus látbragðsleikur við tónlist vék smám saman fyrir sýningum með töluðu máli, gömlu persónurnar þróuðust og breyttust, og til viðbótar við hin klassísku stef af meginlandinu fór leikhúsið að setja þekktar sög- ur og ævintýri í panto mime-búning. Ærslafengin atriði voru ætluð jafnt börn um sem fullorðnum og pantohefð nútímans er sannkölluð fjölskylduskemmtun. Nútildags eru panto-sýningar allajafna færðar á svið í kringum jól og nýár þótt sjaldnast liggi jólasaga til grundvallar. Al- gengast er að persónur panto-leikhússins séu settar inn í þekkt ævintýri og snúið hressilega upp á þau. Öfugt við forsendur helgileiksins er nánast ekkert heilagt þegar þetta frásagnarform er annars vegar; hinar ólíklegustu sögur eru fléttaðar saman, persónur fengnar að láni úr dægurmenningu eða öðrum ævintýrum, sögunni er breytt til að þjóna forminu betur og vinsæl lög sungin með nýjum texta. Síðast en ekki síst byggist hefðin á stöðugu samspili áhorfenda og leikara og kallast þannig á við leikhús fyrri tíma þegar ekki þótti sjálfsagt að sitja kyrr í sæti sínu og klappa kurteislega í sýningar- lok. Fjórði veggurinn er aldrei fyrir hendi í panto og beinlínis ætlast til þess að áhorfendur taki þátt. Breskir áhorfendur þekkja stöðluð köll og svör („Hann er fyrir aftan þig!“) og mega jafnvel eiga von á vatns-, froðu- eða glimmergusum. Panto-sýningar eru jafn misjafnar og þær eru margar – atvinnulausir leikarar í Bretlandi lifa sína gósentíð þegar panto-tíminn gengur í garð – en Víða er hefð fyrir því í skólastarfi að börn leiki í helgileikjum. Pantosýningar eiga rætur í fornum látbragðsleikjum Ítala. Fjórði veggurinn er aldrei fyrir hendi í panto og beinlínis ætlast til þess að áhorfendur taki þátt.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.