Börn og menning - 2019, Side 21

Börn og menning - 2019, Side 21
21 stafróskver, sé horfin og sífellt meiri áhersla er lögð á þátt mynda í bókunum sem og samspil mynda og texta. Þetta er augljóst í Stórhættulega stafrófinu. Lært með leik Í Stórhættulega stafrófinu læra börnin stafrófið í gegn- um söguna af Fjólu sem setur upp tombólu. Hún ákveður að ganga í hús og biðja um dót. Í fyrsta hús- inu sem hún heimsækir býr aðalsmaður með afskrúfað höfuð á arminum. Hann reynist eiga aldagamlan ask, ekkert annað og er mjög afsakandi yfir því. Í næsta húsi er áhugasöm álfkona, þarnæst brosandi bófi og svona koll af kolli. Stafrófinu er fylgt frá einum staf til annars, til dæmis til fáránlegs farandsölumanns, grænnar geim- veru og þriggja listamanna. Áhugaverðast var að sjá hvernig vandamálið með stafinn Ð var leyst, en eins og allir vita byrjar ekkert orð á þeim staf. Sagan sjálf er alls ekki flókin og endar vitaskuld á því að Fjóla sigrast á ótta sínum við að lesa og heldur tombólu með miklum bravúr. Hver „stafur“ myndar litla örsögu og einkennast þær af heilmiklu bulli, svo stundum minnir jafnvel á bullljóð Þórarins Eldjárns, þannig að ungir lesendur skríkja af gleði og endurtaka orðin með miklum hlátri – hvað er til dæmis fyndnara en að fá rjómaís með innyflum eða maður sem býður upp á maðka, marbendil, myglu og mannætur! Orð og myndir Stórhættulega stafrófið er í þægilegu og handhægu broti fyrir börn og þegar flett er í gegnum bókina helst hún opin á þeirri opnu sem lesin er hverju sinni en slíkt skiptir miklu máli fyrir unga lesendur. Hver ein og einasta síða er myndskreytt. Sami bakgrunnslitur er á hverri opnu en að öðru leyti mynda opnurnar yfir- Nýmóðins stafrófskver Bókin er yfirfull af skemmtilegum smáatriðum sem byrja á sama staf og er í sviðsljósinu hverju sinni.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.