Börn og menning - 2019, Blaðsíða 23

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 23
Ástin á fótboltanum Sunna Dís Másdóttir Bækur Ungfrú fótbolti Brynhildur Þórarinsdóttir Mál og menning, 2019 Í Breiðholti áttunda áratugarins, sem rétt er að skríða upp úr húsgrunnun- um, býr Gerða, tæplega þrettán ára stelpa. Hún er ekki með hurð fyrir her- berginu sínu, ekki ennþá, það er svo margt annað sem þarf að gera í húsinu í Birkiselinu fyrst og heill garður sem þarf að tyrfa. Gerða er stelpa á mótun- artíma; hún fetar línuna á landamærum bernsku og unglingsára; milli bóka- hillna með Nancy-bókum og Bodil Forsberg. Hún er enn svo smávaxin að það stoðar ekkert að reyna að fá áhuga á tískuvörum, en með stóra drauma um fram- tíðina í brjósti. Og þeir snúast ekki um tískuvörur. Gerða lifir og hrærist í fótbolta – götuboltanum í Birkiselinu með jafnöldrum sínum og systkinum þeirra. Á vellinum sem þau afmarka á götunni, af því að þeim stendur hvergi annars staðar til boða völlur í hverfinu sem er að rísa, há þau hverja hildina á fætur annarri í æsispennandi leikjum. Eins og titillinn gefur til kynna er bók Brynhildar Þórarinsdóttur fyrst og fremst fótbolta- bók. Ástin á fótboltanum skín í gegn á hverri síðu og er enn fremur burðar- virki og drifkraftur sögunnar. Leikj- um er lýst af mikilli nákvæmni, sem höfundi ferst vel úr hendi, lesandinn sér fyrir sér hverja erfiða sendingu og marktilraun. Ungfrú fótbolti skipar sér þar með í flokk með öðrum bókum sem litið hafa dagsins ljós á síðustu árum – og sem sumar hverjar hafa notið gríðarlegra vinsælda – og snúast á svipaðan hátt um fótboltann sem íþrótt, lífsstíl, jafnvel trúarbrögð. Þar fara líklega fremstir í flokki Jón Jónsson og félagar hans í bókaflokki Gunnars Helgasonar, en mun fleiri höf- undar hafa lagt hönd á plóg á þeim iðjagræna velli; Þor- grímur Þráinsson og Hjalti Halldórsson, svo dæmi séu nefnd. Þær bækur eru flestar skrifaðar inn í spriklandi samtíma þar sem íslenska fótboltalandsliðið nær frægð og frama í útlöndum og lesendur sem einnig eru fót- boltaiðkendur geta þekkt sig í flestum senum; hafa stundað sömu mót og borðað pylsur með öllu í sömu sjoppum og sögupersónurnar. Ungfrú fótbolti er skrifuð inn í allt annan veruleika. Brynhildur staðsetur bók sína kirfilega í bæði tíma

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.