Börn og menning - 2019, Blaðsíða 35

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 35
35Hvað þarf raunverulega til þess að búa til barn? öðru sögurnar. Þessa ljóðrænu lýsingu má kannski líta á sem stökkpall fyrir ítarlegri vísindalegar samræður, í samræmi við aldur barnsins hverju sinni. Það eru ef- laust takmörk fyrir hversu nákvæma erfðafræði má setja fram í barnabók. Myndir Fionu Smith bæta svo öðru lagi við frásögnina og styrkja ennfremur möguleika á umræðum. Áður en barnið fæðist eru líkamar settir fram án allra persónuein- kenna, þeir eru ýmiss konar á litinn – sterkir og skærir litir eru ráðandi. Eftir að barnið kemur í heiminn breyt- ast myndirnar. Þá fáum við að sjá fjölbreytileikann. Ólík kyngervi, mismunandi aldur, fatlanir, tilvísanir í trúar- brögð. Lífið sem bíður okkar er alls konar en öll urðum við til á nákvæmlega sama hátt – í raun. Við lifum á tímum þar sem tækninni fleygir fram á frjósemisklíníkum og fjölskyldumynstur verða sífellt fjölbreytilegri. Samfara þessu hefur umræðan um rétt barna á að þekkja uppruna sinn aukist. Börn sem getin eru með gjafasæði hafa jafnvel sum tengst í gegnum vef- síður og fundið þannig líffræðileg skyldmenni. Traust er undirstaðan í þessu öllu saman, að treysta börnum fyrir upplýsingum og sínum sannleika. Þögn hefur af- leiðingar. Þykjustuleikur hefur líka afleiðingar. Forréttindablinda kallast það þegar við áttum okkur ekki á eigin forréttindum. Til dæmis að plástrarnir sem hvítur einstaklingur kaupir í apótekinu séu framleiddir Við lifum á tímum þar sem tækninni fleygir fram á frjósemisklíníkum og fjölskyldumynstur verða sífellt fjölbreytilegri. Eftir að barnið kemur í heiminn fáum við að sjá fjölbreytileikann. Lífið sem bíður okkar er alls konar en öll urðum við til á nákvæmlega sama hátt.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.