Börn og menning - 2019, Síða 28
Verk sem lifir
Helga Birgisdóttir
Bækur
Mikill fengur er að nýjasta verki Margrétar Tryggva-
dóttur, Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir sem
fjallar og líf og störf eins ástsælasta málara þjóðarinnar,
Jóhannesar Kjarvals (1885-1972). Um er að ræða stórt
og glæsilegt rit- og myndverk sem erfitt er að skilgreina
eða flokka. Það er þó alls ekki löstur nema síður sé –
tilvalið fyrir kynslóðirnar að njóta bókarinnar saman.
Líklegt er þó að að hún muni verma hillur barna- og
unglingabóka í bókabúðum en hún á ekki síður erindi
með bókum almenns eðlis eða listaverkabókum.
Saga listamanns og saga þjóðar
Bókin hefst um það bil sem pilturinn Jóhannes Sveins-
son fæddist árið 1885, að bænum Efri-Ey í Meðallandi,
og lýkur í Reykjavík árið 1972 þegar útför listamanns-
ins Jóhannesar Kjarvals fer fram. Margrét Tryggvadótt-
ir segir sögu málarans og verka hans í 91 stuttum og
vandlega myndskreyttum kafla. Hún rekur persónulega
sögu hans og fjölskyldu hans, fjallar um vini hans og fé-
laga, list hans og þroska hans sem listamanns og hvernig
verkin breyttust með tíð og tíma.
Um leið og saga Kjarvals er rakin fræðast lesendur
ekki aðeins um listamanninn Kjarval heldur einnig um
málaralist og hvað það er að vera listamaður; hvað þeir
gera, hvert þeir fara, hvar þeir læra og hvað það er sem
þeir græða og hverju þeir þurfa að fórna. Málarinn sem
fór sínar eigin leiðir segir líka sögu lands og þjóðar og
í bókinni birtist góður aldarspegill, enda spannar hún
megnið af tuttugustu öldinni. Lesendur fá innsýn í
lífsbaráttu fátæks kotbónda og fjölskyldu hans rétt fyr-
ir aldamót, fræðast um hversu erfitt lífið var á Íslandi
í upphafi aldar, um samskipti Íslands og Danmerkur
og sögu Reykjavíkur. Margréti tekst mjög vel að flétta
saman persónulega sögu Kjarvals og þjóðarinnar svo
úr verður ein heild og má hér sem dæmi nefna frásögn
hennar af vinsældum Kjarvals og hvernig hún tengir
þær við aukna velmegun þjóðarinnar samfara seinni
heimsstyrjöldinni og hernáminu. Um þetta má lesa í
íðilfögrum kafla sem ber heitið „Sá var vinsæll!“
Að segja frá
Frásagnarmátinn er hreinn og beinn. Textanum er
skipt upp í fremur stuttar efnisgreinar, málsgreinar yf-
irleitt hvorki langar né flúraðar en þar með er alls ekki
Kjarval: Málarinn sem fór sínar
eigin leiðir
Texti: Margrét Tryggvadóttir
Kápa og hönnun: Alexandra Buhl
Iðunn, Reykjavík 2019