Börn og menning - 2019, Blaðsíða 5

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 5
5Mynd jólanna að ryðja sér til rúms þarlendis. Bæði myndir úr dönsk- um blöðum og jólakort hafa örugglega verið gersemar sem ekki var kastað á glæ, heldur geymdar og skoðaðar margoft á íslenskum heimilum. Sá siður að senda jólakort er upprunninn í Englandi og varð til þegar enskur herramaður náði ekki að skrifa jólabréf til ættingja og vina í tæka tíð. Hann fékk þá snilldarhugmynd að fá listamann til að útbúa til prentunar myndskreytt kort með kveðju, sem hann gat svo einfaldlega undirritað. Hugmyndin sló ræki- lega í gegn og breiddist út með miklum hraða, bæði til annarra Evrópulanda og til Bandaríkjanna. Dönsk og þýsk jólakort voru seld hér á landi frá því um 1890 og upp úr aldamótum var farið að gefa út íslensk jólakort. Myndefni jólakorta á 19. öldinni var með ýmsu móti, en dönsku kortin voru yfirleitt prýdd vetrarmyndum og þeirra jólasveinar, eða julenisser, urðu fljótt vinsælt myndefni. Þetta hafa án efa verið fyrstu jólasveinarnir sem íslensk börn sáu á mynd. Danskir julenisser eru reyndar ekki ýkja gamalt fyr- irbæri, þeir komu fram á sjónarsviðið rétt fyrir miðja 19. öld en trúin á nisser, eða búálfa, er ævagömul. Nú fengu þessir álfar nýtt hlutverk, að gefa börnum gjaf- ir, en höfðu áður verið dálítið varasamir og jafnvel ill- skeyttir. Það má hugsa sér að útlit þeirra, skeggið og skotthúfan, hafi haft áhrif á útlit íslensku jólasveinanna þegar Tryggvi Magnússon myndgerði þá í bókinni vinsælu, Jólin koma. Hann leyfir þó hálftröllunum ís- xxxxx Nú fengu þessir álfar nýtt hlutverk, að gefa börnum gjafir, en höfðu áður verið dálítið varasamir og jafnvel illskeyttir. Danskur jólasveinn eða julenisse.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.