Börn og menning - 2019, Blaðsíða 18

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 18
Börn og menningPB Krúttið gerir uppreisn Stúfur hættir að vera jólasveinn Höfundur: Eva Rún Þorgeirsdóttir Myndir: Blær Guðmundsdóttir Bókabeitan, 2019 Á mörgum íslenskum heimilum er varla hægt að halda jól án þess að draga fram Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum og rifja upp vísurnar um jólasveinana, Grýlu og jólaköttinn. Auk þeirrar sígildu bókar koma ár- lega út margar bækur sem tengjast jólum, sumar frumsamdar á íslensku en aðrar þýddar og þær síðartöldu fjalla oftast um allt aðra jólasveina en við eigum að venjast. Í þeim bókum býr jólasveinninn gjarnan á Norðurpólnum með álfum og ferðast um á fljúgandi hreindýrasleða á jólanótt til að dreifa gjöfum; sem dæmi um það má nefna bókina Töfraheimur jólanna: Jólabókin (útg. Setberg) þar sem jólasveinninn býr reyndar inni í skógi. Gjörólík henni er Skuggahliðin jólanna (höf. Eva María Jónsdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir, útg. Bjartur) þar sem safnað er saman kvæðum og sögum um íslenskar kynjaverur úr þjóðfræðisafni Árnastofnunar; sú bók gæti verið skemmtileg og fróðleg viðbót við jólavísur Jóhannes- ar. Einnig er nýútkomið eins konar jóladagatal, Snjó- systirin eftir Maja Lunde, í vandaðri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur og með einstaklega fallegum mynd- um Lisu Aisato (útg. Mál og menning) – en þar koma engir jólasveinar við sögu þótt sagan snúist að miklu leyti um jólaandann. Í anda þessa eintaks af Börnum og menningu var hins vegar valið að glugga í skemmtisögu um íslenskan jólasvein, jólaköttinn og litla telpu, enda er það orðin hálfgerð jólahefð að spinna nýjar sögur og kvæði um Grýlusyni. Við fullorðna fólkið vitum að það þarf að gera ótal margt fyrir jólin, þrífa og baka, skrifa jólakort og gjafalista, búa til aðventukransa, skreyta og setja upp jólaseríur og alls konar aðra hluti sem eru alveg ómissandi í okkar huga og taka mikinn tíma. Í bók Evu Rúnar Þorgeirsdóttur um Stúf kemur fram að „fullorðnu“ jólasveinarnir eru líka önn- um kafnir, þurfa til dæmis að mála sleðann og fara yfir nafnalista til að gleyma engu barni sem á að fá í skóinn og mega ekki vera að neinu „dúlleríi“ eins og að skreyta jólasveinahellinn. Stúfur er ekki sáttur við það, finnst að jólin eigi að vera tími til að njóta lífsins og vera laus við stress, svo að hann ákveður að hætta að vera jóla- sveinn og hefja nýtt líf. Það reynist flóknara en hann grunar. Jólasveinar nútímans hafa tekið gríðarmiklum breytingum frá fyrri tíð þegar hálftröllin voru myrkra- verur og óvættir sem hrekktu menn og meiddu, stálu og skemmdu í svartasta skammdeginu. Þeir voru fleiri en þrettán, jafnvel fleiri en áttatíu, og áttu líka systur – til dæmis Leiðindaskjóðu, Leppatusku og Skottu – en Jóhannes úr Kötlum festi þrettán þeirra í huga okk- ar og þegar tímar liðu fram urðu þeir að sveinunum sem skemmta á aðventunni, gefa í skóinn og mæta á jólaböllin. Ýmislegt utan úr heimi hefur runnið saman Magnea J. Matthíasdóttir Bækur

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.