Börn og menning - 2019, Blaðsíða 11

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 11
Af ærslum og innileika í leikhúsi jólanna Salka Guðmundsdóttir Aðventan og jólahátíðin eru tími andstæðna. Hér á norðurhveli jarðar kveikjum við ljós í alltum- vefjandi vetrarmyrkri. Fólk reyn- ir gjarnan að sinna dásemdum hins smáa – eiga samverustundir við bakstur, föndur og lestur – en við erum einnig gjörn á að detta ofan í pakkaflóðið og láta berast með því niður neyslufossinn. Við förum inn á við og út á við, finnum fyrir spennu og djúpri ró; þetta er árstími sem kallar fram ærsl og leik en líka alveg sérstaka helgi og kyrrð. Þessir andstæðu kraftar endurspeglast svo í þeim hefðum sem jólunum fylgja. Leiklist og dans eru um víða veröld nátengd hátíðum af ýmsum toga enda rennur tjáning í leik, dansi og tón- list oft saman við helgisiði eða „ritúöl“, bæði trúarleg og veraldleg. Uppruni leiklistarinnar liggur meðal annars í ritúalinu og manneskjan fagnar bæði og syrgir með því að ljá tilfinningu sinni leikrænt form. Við smíðum okk- ur hefðir til að tengjast og eiga sameiginlega upplifun. Á aðventunni hafa margir það fyrir sið að bjóða börnum í leikhús – sem er jú hátíðlegt og skemmtilegt í senn, þegar sem best tekst til. Jólaleikrit af ýmsum toga eiga sér langa sögu. Strax á miðöldum komu kristnir helgileikir til sögunnar á megin- landi Evrópu og á Englandi; frásögnin af fæðingu Krists var þar sett í búning leiks og tóna sem í stórum dráttum svipaði til helgileikjaformsins eins og við þekkjum það í dag. Jafnvel var leikið í einhvers konar útfærslu á fjárhúsi með jötu og dýrum, en slíkar uppstillingar spruttu upp á meginlandi Evrópu á 13. öld og eru algengar enn í dag. Helgileik- ir miðalda voru ekki sérstaklega ætlaðir börnum né voru þeir leiknir af börnum, en nú sjá eflaust flestir fyrir sér skólasýningar með krúttlegum vitringum og óstýrilátu Jesúbarni. Börn fara nefnilega ekki bara í leikhús á að- ventunni heldur er víða hefð fyrir því í skólastarfi að þau stígi sjálf á svið og leiki fyrir samnemendur sína, kennara og aðstandendur. Í íslenskum skólum eru helgileikir enn leiknir en einnig frumsamin verk og leikþættir upp úr sögum og bókum. Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum eru gjarnan sett í leikrænan bún- ing á aðventunni. Undirrituð tók eftirminnilega þátt í uppsetningu á leikþættinum Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn á jólaballi Laugarnesskóla árið 1991, en þar var lítið verið að bregða út af handritinu – enda Uppruni leiklistarinnar liggur meðal annars í ritúalinu og manneskjan fagnar bæði og syrgir með því að ljá tilfinningu sinni leikrænt form.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.