Börn og menning - 2019, Síða 31

Börn og menning - 2019, Síða 31
Hvað þarf raunverulega til þess að búa til barn? Halla Þórlaug Óskarsdóttir Þegar systir mín sýndi dætrum sínum sónarmynd og sagði þeim að ég ætti von á barni voru fyrstu viðbrögð systranna ólík. Sú yngri stökk hæð sína í loft upp af gleði, samstundis, en sú eldri hikaði ör- lítið. Báðar vissu að ég var í sam- bandi með konu, en þeirri yngri kom ekki til hugar að það skipti máli. Aðalhlutverk en ekki aðalatriði Oft er talað um mikilvægi þess að börn geti speglað sig í bókmenntum. Í því samhengi er helst rætt um birtingarmyndir ólíkra fjölskyldumynstra, að söguhetj- ur séu alls konar, fatlaðar og ófatlaðar, hinsegin, með ólíkt litarhaft, tilheyri ýmsum stéttum samfélagsins og svo mætti lengi telja. Spænsk-bandaríski rithöfundurinn Lawrence Schi- mel talaði um það í erindi sínu á Barnabókmenntahá- tíðinni Mýrinni árið 2016 að það væri mikilvægt að þessar ólíku birtingarmyndir einkenndu ekki bara fólk- ið í bakgrunni heldur aðalpersónurnar líka. En engu að síður að þær væru ekki endilega umfjöllunarefnið. Sem sagt, að bækurnar hefðu söguþráð og spennandi eða áhugaverða framvindu, en í stað hvíts ófatlaðs drengs væri aðalhlutverkið stöku sinnum skipað trans stúlku, pólskum dreng í hjólastól eða blindri stelpu. Þessi börn eru til og lifa sínu hefðbundna lífi og það er ótrúlega þakklátt að fá staðfestingu á eigin tilvist í bók- um, nú eða tilvist systkina sinna. Schimel talaði einnig um að börn væru alin upp við að „lesa upp valdapíramídann“; það er að segja, öll börn lesa sögur um hvíta ófatlaða drengi, en bókum sem skarta aðalpersónum sem tilheyra jaðarhópum er otað að börnum sem tilheyra sömu jaðarhópum. Afleiðingin er kannski sú að þeir valdamestu gleyma að hinir séu til og þeir jaðarsettu fá engar fyrirmyndir sem hafa völd. Þetta er einföldun á flókinni umræðu, en þið skiljið hvað ég er að fara. Normbrjótandi forlag Ég reyni að kaupa barnabækur sem eru skemmtilegar, það er fyrsta skilyrðið, en mér finnst líka mikilvægt að þær taki mið af fjölbreytileika samfélagsins og þess vegna hef ég fylgst vel með útgáfu sænska forlagsins Olika. Olika gefur sig sérstaklega út fyrir að vera „norm- brjótandi forlag“, það er að segja, yfirlýst markmið er að gefa út bækur sem brjóta upp hið hefðbundna Oft er talað um mikilvægi þess að börn geti speglað sig í bókmenntum.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.