Börn og menning - 2019, Blaðsíða 34

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 34
Börn og menning34 Bókin byrjar á lúmskri vísun í Biblíuna. Áður en frá- sögnin hefst segir höfundurinn að hér verði sagt frá því hvernig börn eru búin til, en það fyrsta sem við þurfum að vita sé að ekki er hægt að búa til barn úr engu. Þú þarft að byrja með eitthvað. Í upphafi var eitthvað. Svo hefst frásögnin og Silverberg fer beint í kjarnann. „Þetta er egg. Það hafa ekki allir líkamar egg, sumir hafa egg en aðrir ekki.“ Hér er hvorki minnst á konur eða mæður, enda eru ekki bara mæður með egg og ekki heldur hægt að gera ráð fyrir að konur hafi egg. Það er ekki bara einföldun, það er ósatt. Hér er rými fyrir kynsegin einstaklinga og intersex fólk. Samasemmerki samfélagsins Það sem er ekki talað um í bókinni en mjög gjarnan talað um almennt í tengslum við gjörðina að búa til barn: Kyn Mæður Feður Samfarir Í stað þess að tala um samfarir er spurt: „Hver aðstoðaði við að leiða saman eggið og sáðfrumuna sem urðu að þér?“ Svarið er ekki endilega mamma og pabbi. Önnur möguleg svör eru: Mamma og mamma Læknar á tæknifrjóvgunarstofunni Ókunnugt fólk í öðru landi, blóðforeldrar mínir Pabbi og pabbi Mamma Og örugglega margt annað. Stundum eru mörg rétt svör. Í bókinni er einfaldlega sagt: „Þegar fullorðnir vilja búa til barn þurfa þeir egg frá einum líkama og sáð- frumu frá öðrum líkama. Svo þurfa þeir líka stað þar sem barnið vex.“ Þetta vitið þið öll sem lesið þessa grein, en við erum vön ýmsum samasemmerkjum. Í þessari bók eru ekki sett nein samasemmerki. Egg þýðir ekki endilega móðir og sáðfruma kemur ekkert endilega frá föður. Hér eru nokkur dæmi sem þessi lýsing getur átt við: Egg frá móður og sáðfruma frá föður, barnið vex í móðurlífi móður sinnar Egg frá móður og sáðfruma frá gjafa, barnið vex í móðurlífi hinnar móður sinnar Gjafaegg og sáðfruma frá föður, barnið vex í móðurlífi móður sinnar Egg frá móður og sáðfruma frá gjafa, barnið vex í móðurlífi annarrar konu Svona getum við haldið lengi áfram, sum börn eiga til dæmis tvær mæður og tvo feður sem ákváðu í samein- ingu að búa það til. Þau eru öll jafngildir foreldrar þess, þrátt fyrir að lagalega séð geti börn enn bara átt tvo for- eldra. Silverberg leitast jafnvel við að útskýra erfðafræðina fyrir ungum forvitnum lesendum sínum. Það leysir hann á ljóðrænan máta, í samvinnu við myndhöfund- inn Fionu Smith. Sáðfruman í bókinni býr yfir mörg- um sögum sem fjalla um líkamann sem hún kemur úr. Það sama gildir um eggið, það kann margar sögur um líkamann sem það kemur úr. Þegar getnaður á sér stað dansa sáðfruman og eggið ákveðinn dans og segja hvort Áður en barnið fæðist eru líkamar settir fram án allra. persónueinkenna.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.