Börn og menning - 2019, Blaðsíða 26

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 26
Börn og menningPB Villueyjar bera nafn með rentu Maríanna Clara Lúthersdóttir Bækur Villueyjar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Björt, 2019 Ragnhildur Hólmgeirsdóttir er ungur rithöfundur og miðaldafræðingur sem vakti talsverða athygli fyrir vel heppn- aða frumraun sína, barna- og unglinga- bókina Koparborgina, sem kom út árið 2015. Koparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykja- víkurborgar og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Nú fylgir Ragnhildur frumraun sinni eftir með Villueyjum sem er alls ekki framhald en kannski má segja að bækurnar séu tengdar eða eigi sér í öllu falli stað í heimum sem tengjast á skemmtilegan máta þar sem aðalsöguhetjan í Villueyjum finnur gamla bók um Koparborgina og persónur takast á um hvort hún hafi raunverulega verið til eða sé aðeins þjóðsaga. Rétt eins og Koparborgin hlaupast sum svæði Eylandanna, sem eru sögusviðið hér, undan opinberri skráningu: „Svo eru til staðir sem eru sjálfir dulkóðaðir þannig að kort ná ekki utan um þá.“ (bls. 31) Hér segir frá hinni fjórtán ára gömlu Arildu sem gengur í heimavistarskóla á hinni afskekktu eyju Útsölum ásamt tíu ára gömlum bróður sínum, Marcusi. Jól og sumur fara þau heim til afa síns á hefðarsetrið á Austureyjum en annars eru Útsalir heimili þeirra. Arilda er að þjálfa sig í að verða embættismaður, hún æfir víðavangshlaup og kortagerð og telur sig geta ratað úr öllum ógöngum enda langhæst í bekknum í þessum greinum. Þetta breytist þó snarlega þegar nýr kennari setur börnunum fyrir verkefni sem leiðir þau lengra inn á eyj- una en þau hafa áður farið. Arilda villist í þokunni og endar uppi á fjalli sem virð- ist ekki vera inni á landakorti. Í kjölfarið vakna áleitnar spurningar í huga hennar – hvernig í ósköpunum komst hún út af kortinu? Af hverju er ekkert á þessari einangruðu eyju annað en einn skóli? Hvað kom fyrir drenginn sem dó í skólanum? Og hvað kom raunveru- lega fyrir foreldra þeirra Marcusar? Arilda einsetur sér að komast til botns í þessum ráðgátum og eftir að afi hennar deyr og Marcus slasast alvarlega er lausnin ekki lengur aðeins mikilvæg heldur lífsnauðsynleg. Heillandi en hættulegur heimur Koparborgin gerðist í óræðum heimi sem svipar mjög til Suður-Evrópu einhvern tímann á 16. öld. Í Villueyjum virðist sögusviðið hafa færst talsvert norðar og nær 19. öld. Forn arfur drúída, æðstupresta Forn-Kelta og kald- ir, blautir vetur og eyðileg sker leiða hugann að strönd- um Skotlands eða jafnvel Skandinavíu þótt auðvitað sé engin ástæða til að negla þetta niður. Aðalatriðið er hversu heilsteyptur, heillandi og margræður heimurinn sem birtist í sögunni er, hvort sem leið Arildu liggur um kolarykmettaðar iðnaðarborgir eða hrjóstrugar eyjar. Arilda sver sig í ætt við þjáningarsystkini sín úr barna- bókum, hún er munaðarlaus, hefur mikla hæfileika en á félagslega erfitt uppdráttar og þar til hún kynnist

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.