Börn og menning - 2019, Síða 36

Börn og menning - 2019, Síða 36
Börn og menning36 með húðlit hans. Eða að sögur og sögupersónur barna- bókanna kallist á við þig og þína sögu. Oft erum við svo samdauna að við áttum við okkur alls ekki á þessari blindu – sem jafnvel getur orsakað fordóma gagnvart okkur sjálfum, eða undirliggjandi skömm. Ef þú kemst að því á fullorðinsárum að þú varst getinn með allt öðrum hætti en þú hélst, en þessum upplýsingum var haldið frá þér, hvaða tilfinningar ætli það veki upp með þér? Eða ef þú veist fullkomlega hvernig þú varðst til en kennslubækur segja stanslaust allt aðra sögu? Börn þurfa staðfestingu á að vera elskuð, að einhver hafi viljað þau, að þau skipti máli. Þau þurfa ekki kyn- fræðslu, þótt það sé auðvitað allt í lagi líka að ræða þau mál við börnin sín. En það kemur líka síðar og þá verð- ur vonandi lögð áhersla á að kynlíf sé ekki bara leið til að búa til börn. Í bók Corys Silverberg og Fionu Smith er leitast við að svara spurningunni á vísindalegan máta, án þess að skreyta – eða einfalda – svarið með hugmyndum samfé- lagsins, sem útilokar um leið hóp lesenda. Því hvað er einföldun? Segja má að einföldun sé sú tilhneiging okkar að setja allt undir sama hatt, troða öllum í sama formið, sýna eina hlið málsins og hunsa hinar. Og einföldun er í mörgum tilfellum ekki bara forheimskandi heldur óábyrg og jafnvel særandi. Inngilding og fjölbreytileiki – pláss fyrir alla Þegar systurdætur mínar sáu sónarmyndina af frænku sinni voru viðbrögð þeirra mismunandi. Sú yngri var enn með opinn huga, sú eldri hafði lært söguna sem sögð hefur verið í áraraðir um hvernig börnin verða til. Hver bók er barn síns tíma og á hverjum tíma er ný bylting í gangi. Það er mikilvægt að við séum vakandi fyrir því hvaða bækur börnin okkar lesa og að við velt- um fyrir okkur hvaða skilaboð þær senda þeim. Börn eru opin og fordómalaus og það er sorgleg tilhugsun að lesefni þeirra fylgi þeim ekki eftir og mati þau á úrelt- um hugmyndum – sem við sjálf erum svo samdauna að við sjáum þær ekki einu sinni. Auðvitað er kynlíf gagn- kynhneigðra ekki úrelt hugmynd, en nú þekkjum við mikilvægi hugtakanna inngilding og fjölbreytileiki – og vitum að það er ekkert samasemmerki á milli kynlífs gagnkynheigðra og barneigna. Ábyrgðin er hjá okkur öllum, rithöfundum, forlög- um, myndhöfundum, kaupendum, gagnrýnendum og foreldrum, að segja börnum sannleikann í sinni tærustu mynd, í þeirri von að með honum geti þau byggt upp sanngjarnt samfélag, þar sem pláss er fyrir okkur öll, hvernig sem við komum í heiminn. Höfundur er útvarpskona og listakona

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.