Börn og menning - 2019, Blaðsíða 20

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 20
Út er komið nýtt og glæsilegt stafrófskver með texta eftir Ævar Þór Benediktsson og myndum eftir Berg- rúnu Írisi Sævarsdóttur. Bæði hafa þau látið til sín taka á barnabókamarkaðnum á síðustu árum, okkur öllum til heilla, því verk þeirra heilla yngri kynslóðina og hafa notið mikilla vinsælda. Kverið ber titilinn Stórhættulega stafrófið og segir sögu hinnar sjö ára gömlu Fjólu sem er hrædd við að læra að lesa en tekst það þó, algerlega ómeðvitað, þegar hún ákveður að halda tombólu og fer að viða að sér dóti á hana. Og lesendur læra auðvitað stafina með henni. Djúpar rætur Stafrófskver, bækur sem eru sérstaklega til þess ætlaðar að kenna börnum stafina og taka fyrstu skrefin í lestri, eiga sér langa sögu. Elsta bókin, sem gefin var út sér- staklega fyrir íslensk börn, er slík bók og kallast hún Lijted Stafrofs KVER. Fyrir Børn og Vngmenne. Hún er frá árinu 1695. Þetta litla kver var með gotnesku letri og auk stafrófsins er þar að finna ýmislegt efni trúarlegs eðlis. Tæpri öld síðar kom svo öllu nútímalegra stafrófs- kver, alls 63 síður, og ber hinn virðulega titil Lijtid wngt Støfunar Barn: þó ei illa Stavtandi, frá Hiardarhollti i Breidafiardar Daulum, audrum sijnum Jafningium sitt Staufunar Kver synandi, sem eptir fylgir. Nýmóðins stafrófskver Helga Birgisdóttir Bækur Í Evrópu og Ameríku varð fyrst vart við stafrófskver, eða vísi að þeim, á fimmtándu öld. Þá var blaðsíðu komið fyrir á sérstöku viðarspjaldi með handfangi, blaðið var svo verndað með þunnri himnu sem útbúin var úr kýrhorni, enda voru þessar „bækur“ eða bóka- spjöld kölluð „hornbooks“. Snemma var farið að myndskreyta stafrófskver og auðvelda börnum þannig að leggja stafina á minnið. Einna áhrifamest slíkra bóka er Hinn þekkti heimur í myndum eða Orbis Sensualium Pictus eftir tékkneska biskupinn Johan Amor Comenius (1592–1670) sem kallaður hefur verið „faðir myndabókarinnar“. Bókin samanstendur af 150 köflum og var ætlað að kenna nemendum latínu með stuttum setningum á máli barnsins sjálfs. Stafrófskver hafa ávallt verið vinsæl, og nauðsynleg, og þau bestu sameina það tvennt sem flestum þyk- ir mikilvægt þegar kemur að barnabókum: Listrænan metnað og kennslufræðileg markmið. Í dag má segja að sú trúarlega áhersla, sem á öldum áður einkenndi Stórhættulega stafrófið Höfundar: Bergrún Íris Sævarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson Mál og menning, 2019

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.